Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1861, Page 117
UM BÚNADARHAGI ÍSLENDÍNGA.
107
skal eigi síðarr koma til várþíngs, en hann liafi tjaidat búð sína
laugardag, fyrr en sól sé skapthá, ok er búinn at ganga til ])íng-
helgi“Nú er af þessuin greinum auðráðið, að komið var tii
vorþíngs á laugardag, annaðhvort í fimtu eðr sjöttu viku sumars,
því þólt þau væri eigi fyrr helguð en á laugardaginn í sjöttu viku
sumars, þá máttí sóknarþíngi, eör öllum málssóknum á þínginu,
vera lokið á miðvikudagskvöld hiö næsta á eptir. Sturlúnga sker
úr vafamáli þessu, þar segir svo: ,,þórðr (Sighvatsson) fór af
Eyri heiman laugardag, sem var í sjöttu viku sumars, sem
hann var vanr at fara til várþings í þórnes“3. Vorsamkomau var
nú sjö vikur af sumri eðr viku eptir vorþíng, er segir í ómaga-
bálki: „þeirn skal til bjóða ölliun, er hlut eigu i ómögum, á
várþíngi, ef þeir eru sams héraðs, ok koma lil er VII vikur eru
af sumri"'1. Á vorsamkomu þessari kusu hreppsbændr sóknar-
menn sína (hreppstjóra), þeir skyldu eigi vera færri en 3 og eigi
fleiri en5; hefir og sá siðr haldizt við fram á öndverða vora öld,
þar til ,,instrúxið“ var selt 1809. Sóknarmenn höfðu á hendi
alla stjórn í hreppnum; þeir skiplu tínndum og matgjöfum, kváðu
á um manneldi, eðr skipuðu fyrir hverja ómaga hverir skyldi ala;
sjálíir voru þeir skyldir að ala hreppsómaga sem hverr annarr;
þeir skyldu og sækja menn um öll laga afbrigð að hreppadómi, og
stefna málum til alþíngis. Svo segir i Grágás: „Sóknarmenn skulu
samkvámumenn taka III eðr fleiri hvárt vár á samkvámu þeirri,
er höfð er næst várþíngi eptir, þá er sæki menn um afbrigð sam-
kvámumála 011, þau er á þeim misserum verða gjör“4. ,,Land-
eigendr V skulu vera teknir til sóknar í hrepp hverjum, at sækja
þá menn alla, er óskil gera í hreppinum, ok svá al skipta tíundum
’) Grág, I., 27. bls., KrislinréUr I’orláks og Kctils 96. bls.
s) Slurlúnga 5. l>ætli 38. l,ap., I. bd. 2, d. 168. bls.
0) Grág. II., 6. bls., sbr. Grg. Á. M.V., 239. bls.
■*) Grág. Á. M. I., 456.—467. bls. Groin |icssi Itcfir áðr verið svo skilin, sem
sdknarmcnn skyldi kjósa 3 cðr ficiri samkomumcnn; cn pnð cr cigi rclt,
því þá licfði grcinin rcrið svo orðuð: „Sdknarmcnn skulu taka samkvamu-
mcnn“ o. s. frv. í Gizurar statúlu cru og samkomumcnn söniu merkíngar
sem hrcppsmcnn, þ. c. hrcppsbændr.