Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1861, Page 123
UM BÚKADARHACI ÍSLENDÍNGA.
113
þótt hann teli rangt; en tólf marka sektin stendr, þar sem hann
vinnr eiðinn. Um tíundarhald segir j)ar: „Nú ef maðr sitr svá
tóif mánaði, at hann geldr eigi biskupslíund sína rðtta, sá sem
gera á, })á er hann sekr um þat þrim mörkum við biskup. En
ef liann sitr svá aðra tólf mánaði, at hann gerir eigi tíund sína
retta, þá er hann sekr sex mörkum við biskup. En ef hann sitr
svá þrjá vetr, at hann geldr eigi líund sína rðtta, þá hefir hann
fyrirgert löndum ok lausum eyri ok öllu þí sem hann á, ok á
hálft konúngr en hólft biskup. En ef maðr gerir af sumu, en
eigi af sumu, þá á hann þat sem tíundat er; en svá mikit upp-
næmt konúngi ok biskupi, sem eigi er tíundat. Slíka sókn ok
álög á hverr á sínum fjórðúngi tiundar sem biskup, hverjum luta
tiundar sem haldit er, þar til er á þriðja ári fellr undir konúng
ok biskup“ U Grein þessi er svo orðnö, að þótt her sé átt við
hald á tiund þeirri, er manni er gert að gjalda, er ráðið verðr
af stað þeim, er grein þessi stendr á, þá má samt skilja hana
svo, sem átt se við ranga tíundargerð eðr ranga framtölu til
tiundar, og svo mun grein þessi liafa verið síðan skilin, þvi af
þcim skilníngi erkoinin alþingisályktun 1574 og alþíngisdómr 1601.
1 aljiíngisályktuninni 1574 segir: „ítem i annari grein, um þann
kristinrétt, sem stendr um tí undargj örð og vor gömul lög
halda, l^izt oss nógu hart og eigi herða mega .... eignist hverr
sök á sinni tiund, ef ógoldið er, eptir lögum; en á þriðja ári
íalli helmíngr þess fjár, sem ótiundaðr er, undir kóng, en
annarr helmiugr falli undir nánustu frændr þess er braut ....
aldrei falli meira en ótiundað er, þó tiundarhöldin verði
meiri^1 2. Her er auðsjáanlega ált við ranga tíundargerð, og orðið
tíundarhald haft uin undandrátt tíundarfjár, þar sem það orð er i
Gizurar statútu og krislinna laga þælti einúngis haft um það, er
maör greiddi eigi i eindaga tíund sína. þessi grein úr alþíngis-
ályktuninui 1574 er orðrélt tekin upp í alþingisdómi 1601 um Papey3.
1) Krislinréttr Árna, XIV. og XV. kap.; Lagas. ísl. I., 14,—15.
2) Lagas. ísl. I., 100.
) Lagas, ísl. I., 138. og 1. og 2. athugagr. s, st., sbr. kúngsbr. 3. maí 1651.