Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1861, Page 127
UM BÚNADARIIAGI ÍSLENDÍNGA.
117
þá og fylla óðara *. En engu að síðr voru menn lengi ákafir í
að fá tilskipanir; undir eins og rnenn sáu að eittlivað fór allaga,
eðr þeim þótti eigi allt vera eins og það ætti að vera, þá hlupu
menn upp til handa og fóta og báðu um tilskipun við þessum
göllum, því þeir álitu löggjafann sem óbrigðulan lækni, og hlupu
því í hann, eins og örkvisi, er jafnan kennir sðr einhvers meins,
biðr lækni sinn um einhver góð ’ráð, um umsöl og inntökur;
menn þóttust sannfærðir um, að ekki þyrí’ti annað en leggja til-
skipun við meinsemdir mannfélagsins, þá mundi allt hatna og
færast í gott lag, en gáðu eigi þess, að tilskipunin og konúngs-
bréfið er eintúmt bréfsnipsi, ef því er eigi fylgt og eptir því
lifað.- Menn kunna að leiða sér í hug, að á þeim tímum hafi
löggjafmn fylgt orðtæki Jesúmanna: „áformið helgar aðfcrðina;í,
eðr sé tilgangrinn góðr, þá er það afsakanlegt, þótt ráðin til að
ná honum sé eigi vönduð. En þetta var þó eigi svo; menn voru
eigi komnir svo langt, að þeir vissi og fyndi lil þess, að aðferðin
var röng, því á þeim tímum var eigi hugsað, hvað þá heldr talað,
um mannrélt og mannfrelsi; engin rödd heyrðist er segði: „þelta
lagaboð skerðir eignarrétt og eignarumráð manna, atvinnu þeirra
og umsýslu, frelsi þeirra og framkvæmdir“; enginn sagði: „það
tjáir eigi að skipa þelta, þótt eitthvað af því kunni að vera mönnum
til hagsmuna, því viljugan er hvern bezt að kjósa; þetta er allt
ónáttúrlegt og ónýtl, en llest óhentugt og óhafanda“. Ver skulum
einúngis taka eitt [dæmi af mörgum, til að sýna stefnu þessa í
löggjöfinni um búnaðarefni vor á þeiin tímum. Sigurðr Sigurðs-
son, sýslumaðr i Vestmannaeyjum, skrifaði tollkammerinu til
11. á gúst 1777 um búnaðarhætti eyjamanna; hann lét illa yfir örbyrgð
manna og taldi það eitthvert helzta tilefnið, að eyjarskeggjar
mjaltaði eigi búsmala sinn sem aðrir menn. Tollkammerið skrif-
aöi þá aptr Tliodal stiptamtmanni og baö hann leggja til góð ráð,
svo að mjaltað yrði fé í Vestmannaeyjum. Nú var lekið til að
þínga um máliö, og lá við sjálft að meun mundi upp gcfast, eigi
*) Uenlukbr. 20. júní 1786 og 23. janúar 1790. Lagas. ísl. V., 278. og
660, bls.