Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1861, Page 200
190
UM BÚNAÐAItHAtíl ÍSLENDÍNGA.
Nii höfum vérí sannleika þulið lesanda vorum langa talnarollu;
vér höfum smalað saman fyrir hann sauðiim, nautum og hrossum
í sýslu hverri og umdæmi liverju og á öllu landinu, frá þvl feðr
okkar beggja fæddust og þar til í hitt hið fyrra; vér höfum
kastað tölu á ærnar og geldíngana, gimbrarnar og gemlíngana og
haustlömbiu, á hestana og hryssurnar og folöldin, á kýrnar og
kvigurnar, graðúngana og kálfana, svo og báta alla, stóra og smá,
þá og á kálgarðana, og enn á vallargarðana og veiluskurðina,
meðan uokkurn spotta var að sjá óhruninn og nokkurt skurðarfar
ófyllt. Allt þetta höfum yér nú rekið i hópum fram fyrir hvern
sem lesa vill, og hvernig heflr þér þá, lesari góðr, litizt á hópana.
Eg veit að þú hefir nú fyrst leitað eptir sýslunni þinni, elt hana
blað frá blaði, til þess að sjá búsæld sýslúnga þinna frá því þú
fæddist og fram úr; hafi nú faðir þinn alizt upp í öðru héraði,
þá hefir þú jafnskjótt hlaupið þangað til að sjá yfir fjársöfn þeirra
manna, er lifðu á æskualdri föður þíns; nú er svo langt var
komið, þá fýsti þig að vita, hvort hittast mundi gildari búþegnar
annarslaðar en í þinni sveit; þú fórst sýslu úr sýslu, fjórðúng
úr fjóröúngi, umdæmi úr nmdæmi; í einu orði: þú léttir eigi fyrr
ferðinni en þú hafðir farið yfir land allt. Eg er viss um, að þú
helir farið eigi sjaldnar en þrisvar sinnum kríng um land allt,
sem maðrinn forðum, og gjört meira en liann, þvl þú hefir talið
fé allt á landinu og báta alla. Enginn maðr hefði fyrr á tímum
unnið það til lífs sér að fara slíka forseudíng, og þó hefirðu
leyst þrekvirki þetta skjótt af hendi með uæsta lítilli fyrirhöfn, og
eigi hreift þig burt af rúminu eðr af kistlinum þíuum. þú hefir
líklega lesið einhvern tíma, að nokkrir kunngir menn áttu bláan
dúk, er þeir röktu í sundr og stigu á, svifu svo yfir land og
lög og sáu um alla geima. þetta er nú líklegast skröksaga; en
hitt er segin saga, að þú liefir í liuga þínum liðið svo á nokkrum
prentuðum pappírsörkum yfir og umhverfis landið, að þú hefir
gelað kastað tölu á allan kvikfénað og alla báta landsmanna. þetta
er framför tímans og menntunarinnar, og er hún nú enda svo
niikil orðin, að hið djarftæka hugsmíðaratl skáldanna hefir
aldrei þorað að búa til þann töframann, er sagt gæti af fjölkyngi