Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1861, Page 210
200
UM BÚNADARHAGI ÍSLENDÍNGA.
Af skýrslum þessum, ef frá er skilin skýrslan úr Borgarfirði,
verðr eigi hægt að vita, hversu margar jarðir sö byggðar, ne
búendatölu, og eigi heldr hversu margir muni lelja fram, ef alla
skal telja. Vegna þess aö amtmaðrinn fyrir vestan sendir skýrslur
hreppstjóra með, þá er hægt að komasl eptir, hvort skýrslur
sýslumanna sé rettar. Vér höfum yfir farið allar hreppaskýrsl-
urnar nákvæmlega, og borið þær bæði saman við Jarðalal Johnsens
og skýrslur sýslumanna. í skýrslum hreppstjóra eru eigi allfáar
nýjar jarðir nefndar, er annaðhvort eru eigi taldar í Jarðatalinu,
eða eru þar taldar neðanmáls með eyðijörðum, og það eru flestar.
Allmargra jarða, en þó einkum hjáleigna og grasbýla, er eigi getið
hjá hreppstjórum, er finnast í Jarðatali Jolmsens og jarðatalinu 1850.
Sumar jarðir hafa annaö nafn, en eru þó sömu jarðir; einstaka
sinnum er jörð talin, en enginn ábúandi, og er þá líklega annað-
hvort, að jörð sú hafi verið lögð undir annað bú, eðr ábúandi sé
eigi fluttr lil jarðar sinnar. Hér setjum vér núyfirlit yfir skýrslur
hreppstjóra og sýslumanna í hverri sýslu.
Vestrumdæmið.
t. Mýra og Hnappadals sýsla. Eptir skýrslum lirepp-
stjóra eru byggðar jarðir og hjáleigur alls 271, en búendur 363,
og búlausir 52, þeir er eitthvað töldu fram. í þeim tveim skýrslum,
er prófaslrinn hefir ritað eðr samið, er gjörr greinarmunr á hús-
fólki og hjúum, og í einum hrepp öörum, en hvergi annarstaðar.
Sýslumaðr telr býli sama sem „byggðar jarðir og hjáleigur“, og
verða þær 270, en hjá oss 271. Sýslumaðr telr alla saman,
„sem gripi eiga“, og verða þeir 417, en hjá oss 415. þessi litli
munr kemr af því að rangt er lagt saman í skýrslum hjá tveim
hreppstjórum, er sýslumaðr hefir eigi athugað. í Jarðatali Johnsens
eru jarðir og hjáleigur taldar 268; eru þá 3 jarðir fleiri nú en þá.
2. Snæfellsness sýsla. Eptir skýrslum hreppstjóra verða
í sýslunni alls 300 byggðra jarða og hjáleigna, 382 búandi menn
og 13 búlausir, eðr 395 alls, er eitthvað telja fram. Af þessum
382 búandi inönnum eru 45 þurrabúðarmenn, kaupmenn og em-
bættismenn, verða þá 337 eptir, sem eru bændr. Sýslumaðr tclr
„býli“, og verða þau hjá honum 337; er þá auðsöð, að hann