Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1861, Page 214
204
UM BÚ>AÐAKHAGI ÍSLEXDÍMCA.
Johnsen eru þau 255, eðr 27 fleiri nú en þá. Af skýrslu amt-
manns og sýslumanns geta menn þá séð, að í sýslunni eru 282
byggðar jarðir og bjáleigur, 421 ábúandi, og 144 aðrir er fram
telja, og eru 5 af þcim búandi menn; það verðr alls 565.
6. Suðrmúla sýsla. Sýslumaðr telr hér hvorki býii né
búendr. Amtmaðr telr hér byggð ból 266 að tölu; en hjá Jolin-
sen eru þau 257, eðr færri um 9. í annan stað telr amtmaðr
hér, sem annarstaðar, alla þá er fram telja.
í JN’orðr og Austramtinu munu vera svo mörg byggð ból eðr
jarðir sem þar eru talin mörg býli í skýrslu amtmanns, nema í
Húnaþíngi, þar munu jarðir vera ótaldar, og því verðr eigi séð
af skýrslunum, hversu mörg ból sé byggð i öllu umdæminu, né
heldr hve mörg býli sé, né þá búandi menn um sig og búlausir.
Nú höfum vér yfir farið skýrslur amtmanna og sýslumanna
yfir land allt og skýrslur hreppstjóra fyrir vestan, og gjört þær
athugagreinir og leiðréttíngar við þær, er vér höfum átt kost á;
en eigi að siðr eru þær enn svo ófullkomnar, nema fyrir Vestr-
land, að eigi verðr af þeim séð, hversu margar jarðir sé byggðar
á landinu, liversu margir búendr sé, né heldr allir þeir er eitt-
hvað fram telja; því þótt margar skýrslur sé vandaðar og vel af
hendi leystar, þá eru aptr einhverjar svo á sig komnar, að þær
spilla öllum kostum hinna, ef telja skal yfir heilt umdæmi eðr
land allt. „Eigi þarf nema einn gikk í hverri veiðistöðu“ segir
máltækið, og þótt ólíku sé hér saman að jafna, þá rætist þó mál-
tækið, að eigi þarf nema eina skýrslu til að gjöra allt óáreið-
anlegt. Orðið ,,býli“ er nú yfirburða lítið orð og meinleysislegt;
en opt veltir lítil þúfa þúngu hlassi, enda er það mála sannast,
að orð þetta hefir orðið lítil heillaþúfa um að þreifa fiestum
sýslumönnum, með því að öðrum hefir sýnzt það vera jörð en
öðrum heimili. Eptir því skýrslulagi sem nú er, mætti þó hafa
betra lag á skýrslufráganginum, þótt eigi væri skipt nema í 4
flokka: í byggðar jarðir, í bamdr er á bólstöðum búa, eðr
hafa grasnyt og lifa við málnytu, í búandi menn aðra, og svo
búlausa; því þá mætti komast eptir hversu margar jarðir sé
byggðar, hversu margbýlt sé og hversu margir búlausir af