Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1861, Page 215
Ull BÚNADARHAGI ÍSI.ENDÍNGA.
205
öllum framteléndum. Aðferðin væri þó í sjálfu sér einföld, því
eigi þ.yrfti annað en að skrifa upp hverja jörð eptir Jarðalali
Johnsens, eðr að boðleið réttri, og rita við hana nöfn ábúenda og
annarra þeirra manna, húsfólks og vinnuhjúa, er fram telja. það
nnin eigi þurfa að gjöra ráð fyrir því að nokkurr búandi maðr sé
sá i sveit, er eigi hafi eitthvað að telja fram, það skyldi þá vera
einhverr iðnaðarmaðr, en þeir munu þó jafnan hafa eitthvað fram
að telja, þótt eigi sé nema ein dróg eðr því um líkt. Að vísu
getr svo að borið, að einn leggi aöra jörð undir bú sitt, er þá
i'ett að telja hana með byggðum jörðum, þótt eigi sé nema einn
ábúandi á henni og heimajörðunni; en þess skal þá gela í athuga-
semd, að maðr hafi hér tvö bú undir, og kveða á manninn
hverr hann sé. Embættismenn allir í sveit, þeir er við bú eru,
eigu jafnan nokkuð til framtals, og eru því sveitabændr jafnframt,
°g þótt þeir búi í kaupstað, sem nú er farið að tíðkast, þá eigu
þeir optast einn reiðskjóta eðr fleiri. Við sjó og í kaupstöðum er
öðru máli að gegna; þar geta verið búandi menn, er ekki liafa
fram að telja. Af þessu er það ljóst, að alstaðar til sveita ætti
tala búandi manna í búnaðárskýrslunum að standa heima við heimila-
töluna í fólkslalinu þaðár, og fremr aukast en rýrna millum fólks-
tala; en í kauplúnum og við sjó verðr búendatalan nokkru minni
en heimilatalan af þeim rökum, sem nú var sagt. Vér höfum
nú borið búendatalið saman við heiinilafjöldann í fólkstalinu 1855,
þar sem það varð gjört, og munar það allvíða miklu. í Skaga-
fjarðar sýslu einni virðisl búenda talið vera svo rétt, að um engan
skakki, enda tekr og skýrslan þaðan öðrum sýsluskýrslum fram
að nákvæmni og niðrskipun. í Borgarfirði og víða fyrir vestan
er og munrinn eigi mikill. Vér höfum sumstaðar orðið varir við
tvær villur. er önnur sú, að framtalið vantar sumstaðar í skýrsl-
hreppstjóra, þólt nöfn jarðanna og ábúendanna standi þar í
fiæmsta dálki; en hin villan er i því fólgin, að þurrabúðarmenn,
iðnaðarmenn, kaupmenn, embætlismenn og útvegsbændr í kaup-
stöðum, þeir er eittlivað lelja fram, eru eigi taldir með búandi
töönnum, og optast eigi heldr með búlausum mönnum, heldr
látnir vera þetta bil beggja, og verða þeir því að undanvillingum í