Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1861, Page 224
214
UM BÚNAÐAliHAGI ÍSLUNDÍiNGA.
Skýrsla þessi er í mörgum greinum harðla merkileg; hún
lekr yflr þrjú tímabil, er bið fyrsta eigi lengra en 1 ár, hafði
þá einkaverzlun Dana staðið um 40 ára tíma; annað timabilið nær
yfir 10 ár bin næstu áðr hörmangararnir fengu verzlunina;
bið þriðja tímabilið nær yíir þau 5 ár, er konúngr rak verzlunina
við landið, þar til bún var aptr leigð frá 1. janúar 1764. Vér
liöfum hér því yfirlit yfir, live mikil verzlunin var áðr hún kom í
liendrnar á hörmöngurunum og þá er hún kom úr höndum
þeirra, og með því hér er tekið meðaltal í tvö löng tímabil, þá
geta menn glögglega séð hversu verzluninni hefir liðið allan þenna
tíma; eu um árin 1764 til 1787 eru til greinilegar verzlunar-
skýrslur, bæöi um vörumegnið og verðhæðina. Tvenns er nú
einkum að gætavið skýrslu þessa: fyrst er að tilgreina vörur þær,
sem hér eru flokkaðar saman, bæði hinar íslenzku og útlenzku,
og í öðru lagi að gjöra grein fyrirþví, er útlenzka varan er miklu
meiri að verðliæð en hin innlenzka, þar sem þó hvortveggja
varan er talin eptir því sein þær seldust í kaupstaðnum. Vér liöfum
einúngis skýrslu um helztu vörur þær, er seldar voru timabilið
1733 til 1742. Skúli landfógeti segir svo frá1, að þessi 10 ár
hafi ár hvert að meðaltali verið flutt til Kaupmannahafnar og
Glukkstaðar 6162 skippund af fiski, 631 tunna lýsis, 4596 tunnur
af sauðakjöti og 113 tunnur uxakjöts, ull fyrir 3244 vættir, það
verða 86,507 pd.; en árin 1759 til 1763 eigi nema fyrir 595
vættir, eðr 15,867 pd.3; af prjónlesi og vaðmálum var flutt frá
landinu árin 1733 til 1742 fyrir 23,503 vættir, og árin 1759 til 1763
fyrir 23,145 vættir. Utlenzku vörunni er nú skipt, sem menn sjá, í 4
flokka: i matvöru, nauðsynjavöru, þarfavöru og óþarfavöru eör óhófs-
vöru; af óhófsvörunni 1655 var danskr og lýbskr bjór fluttr til landsins
fyrir 8095 vættir og brennivín fyrir 6633 vættir, en tóbaks er eigi
getið, samtals fyrir 14728 vættir. Tímabilið 1733—1742 var
ár hvert að meöaltali flutt tóbak fyrir 15,923 vætlir, og brennivin
•) Lærdlf. IV., 183. og 186. bls. og Dco, rcgi, patriæ 383. —184. bls.
s) Fjármissirinn í harðindunum 1751 til 1758 hcQr efalaust með fram ollað því,
að svona lítið var til af ull árin 1759 til 1763.