Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1861, Page 228
218
UM BÚNAÐARHAGI ÍSLENDÍWGA.
Vér getura eigi vitað, hversu miklar vörur fluttar hafi verið 1655
til Glukkstaðar, en vér getum gizkað oss þess til, bæði af því er
nú var sagt og svo af því, að árin 1733 til 1742 var flult þangað
frá íslandi árlega að meðaltali vörur fyrir 25,900 rd. þetta getum
vér reiknað oss þannig til. Með konúngsúrsk. 25. júlí 1743 er
kaupfélagið, er hafði verzlun á íslandi frá því 1733 til 1742,
skyldað til að gjalda 1 af hdr. í toll af vörum þeim, er það hafði
flutt beina leið til Glukkstaðar þessi 10 ár, samkvæmt 4. gr. í
einkaleyfisskrá félagsins (Oktroy) 3. apríl 1733. Með konúngs-
úrsk. 6. ágúst 1744 1 er samþykkt, að tollrinn skuli vera samtals
2590 rd., eðr meðaltals ár hvert 259 rd.; hafa þeir þá selt vörur
þar ár hvert fyrir 25,900 rd. Varníngr þessi var einlómr fiskr,
eðr þvi nær; var hvert skippund talið á 6 rd. í krónum, sem er
reyndar írnun meira en 6 rd. kúrants, og hafa þvi verið flutt
þangað ár hvert um 4300 skippund af fiski frá íslandi; í kaup-
skránni kostaði skippundið 4 vættir, verðr það þá 17,200 vætta.
Skúli reiknar þetta með, eptir því sem að sjá er, árin 1733 til
1742, en eigi árið 1655; ætti þá 1655, að tiltölu við vörumegnið,
að hafa verið fiskr fluttr til Glukkstaðar fyrir 11,467 vættir, og
kemr það vel heim við skakkann í reiknínginum. Ef því alls er
gætt, þá mun óhætt að fullyrða, að verzlunin hafi á báðar hendr
verið svo mikil, sem útlenzka varan nemr miklu í skýrslunni hér
að framan, en þó eigi meiri.
M höfum vér sýnt að nokkru, hversu mikil og hvílík verzlun-
in var um miðja 17. og 18. öld, og geta menn þá fundið mun-
inn, er þeir bera skýrsluna hér að framan saman við verzlunina
núna á miðri 19. öld; menn geta og fundið hvílíkan halla vér
höfum heðið á einkaverzluninni, þá er menn margfalda dalatöluna
í skýrslunni með muninum á verðlagi vörunuar áðr kaupskráin
1619 var sett og síðan (sbr. Ný Félagsr. XV., 96. bls.). En ef
vér ættim að rannsaka, hversu miklum bágindum og niðrdrepi
einkaverzlunin heíir ollað öllum efnahag og atvinnu landsins, þá
yrðim vér að taka fyrir oss að lýsa verðlagi á öllum íslenzkum
Sjá Lagas. ísl. II., 148., 484. og 543. bls.