Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1861, Side 444
434
BRAUÐAIIAT Á ÍSLANDl.
1854.
sem þeir dæmi að nokkru leyti í eigin sök, ef þeir einir ættn
að meta afgjald þeirra, og þykir tilhlýðilegt, bæði til að íirra
þá rengingum, og í öðru tilliti, að aðrir óviðkomandi menn
meti afgjaldið, og eru hreppstjórar, eða, þar sem hreppstjóri
ekki er nema einn, úttektarmaðurinn, álitnir þar til hæfileg-
astir, svo sem kunnugastir jörðum yfirhöfuð, og því er þeim
falinn þessi starfi á hendur. En frjálst er prestum að gjöra
athugasemdir við mat þeirra, ef þeim þykir eitthvað að, og
verða þær athugasemdir seinna teknar til greina, ef þær reynast
á betri ástæðum bygðar.
i’ar sem ábúðarjörð er útlögð þingapresti, samkvæmt kgsbr.
tS. Apr. 1761, eða þingaprestur heflr lengi búið á sömu jörð,
svo hana má álíta nokkurn veginn vissa ábúðarjörð fyrir prestinn,
þá sé henni lýst hér og skýrt frá hundraðatali hennar og af-
gjaldi, en sjálfsagt er, að afgjaldið ekki færist út í rdl. og
.skildinga dálkana.
l.b-c. Afgjald jarðanna sé reiknað til peninga eptir 5 ára (18..—
18..) meðalverði á hinum áskilda skuldeyri. Sé afgjaldið áskilið
í fríðu, og' ekki nákvæmar tiltekið, þá reiknist það eptir meðal-
verði á fríðu; sé það áskilið í landvöru, ótiltekið hverri,
þá reiknast það eptir meðalverði á henni; sé það áskilið í
flski, ótiltekið hverri flsktegund, þá reiknist það eptir meðal-
verði á flski; sé ekkert tiltekið, nema álnatal, þá reiknist það
eptir meðalverði á meðalalin. pað er sjálfsagt að telja kvaðir,
þar sem þær eru, með afgjaldi jarðanna, svosem dagsláttuslátt,
dagslált, skipsáróður, liestlán, og ef fleira er þess háttar, og
séu kvaðir þessar, sem víst álnatal alstaðar mun vera á,
reiknaðar til peninga eptir meðalverði á meðalalin.
2. Hér séu talin ítök og hlynnindi, sem prestakallinu fylgja, en
þó ekki þau, sem fylgja prestssetrinu sjálfu sem jörð (því
þeirra skal getið þar sem prestssetrinu sjálfu er lýst — 1. a.
— og arður þeirra tekinn til greina, þegar afgjald þess er
metið) svosem: fóður, slægjuítök, beitarítök, selstöður, afréttir,
skógar, skógarhögg, hrísrif, mótak, grasatekja, sölvatekja,
eggver, dimtekja, fuglatekja, fjaðratekja, laxveiði, silungsveiði,
selveiði, hvalreki, trjáreki, vertollar, lóðargjöld, búðarstæði, offui'.