Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1861, Page 557
1858.
BÚNAÐAR-ÁSTAND Á ÍSLANDI.
547
fjölgað á öllu lanöinu einúngis um 721 eða 3,7 af hundraði; grið-
úngar og geldneyti, eldri en veturgömul, um 544 eða 39,5 af
hundraði, en veturgamall nautpeníngur um 1770 eða 60,5 af
hundraði.
Hvað þessu næst sauðpeníng snertir, þá hefir þessum aðal-
bjargræðisstofni landsmanna farið mjög hnignandi á þessu tímahili.
Þess skal hér fyrifram getið, að í öllum þessum samjöfnuði um
sauðfénað Iiöfum vér talið lömb með, en þau eru ekki talin í aðal-
skýrslunum, og höfum vér gjört það á þann hátt, að vér höfum talið
eins mörg lömb og talið er í dáikinum: »ær með lömbum«, því
óhætt mun að minnsta kosti að ætla hverja á með einu lambi, og
er þá ekki talið um of. Nú taldist svo til í fardögum 1853, að
fjártalan á öilu landinu væri 740,818, en um sama leyti 1858 var
tala fjárins ekki nema 558,708, og heflr sauðfé þá eptir þessu á
þessum 5 árum fækkað ekki minna en um 182,110, eða 24,6 af
hundraði, það er að skilja nær því um fjórðúng. Taki maður hvert
umdæmi á landinu sér, þá liefir fjártalan á þessu tímabili fækkað í
suður-umdæminu um 123,403 eða 60,3 af hundraði, í vestur-
umdæminu um 35110 eða 21,9 af hundraði, og í norður- og austur-
umdæminu um 23597 eða 6,3 af hundraði. Þetta er nú að vísu
mikill munur á ekki lengra tímabili, en með því að fjárkláðinn, eins
og áður er á vikið, mun hafa átt mikinn og ef til vill mestan þátt í
þessari fækkun, og með því líka að hún einnig er mjög ólík í hinum
sérstöku héruðum iandsins, þá virðist réttara að skipta tímabilinu í
tvo kafla, og látum vér þá annan þeirra ná yfir þau 3 árin frá
fardögum 1853 til fardaga 1856, en hinn nær yflr þau 2 árin frá
fardögum 1856 til fardaga 1858.
Vér tökum þá fyrst þau 3 árin frá fardögum 1853 tilama
tíma 1856, og viljum vér nú sýna hve mikið sauðfénaður hefir
fækkað eða fjölgað að tölunni til i hverri sýslu og í hverju umdæmi
á þessu tímabili, og svo einnig hve mikill munur þessi sé að liltölu
við fjártalið, eða með öðrum orðum: hve mikið liafl fjölgað eða
fækkað af hverju hundraði af fjártölunni, og skal þess hér getið, að