Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1861, Page 903
UM FJÁRHAG ÍSLANDS.
893
Við I. 2 og 3. »Tekjur þessar eru taldar eins og þær hafa
verið að meðaltolu um hin seinustu 5 ár.«
Við II. 1. »Með konúngs úrskurði 4. júní 1860 er eptirgjaldið eptir
Árness sýslu, sem híngað til hefir verið 300 rd. að upphæð á ári,
frá fardöguin 1860 um 3 ár fært niður í 100 rd. á ári, sökum þess
að tekjurnar af þessari sýslu hafa minnkað stórum við fjárkláða
þann, sem nú í nokkur ár heflr gengið á íslandi. I>að er kunnugt,
að tekjur sýslumanna á íslandi eru að mestu komnar undir skepnu-
haldi landsmanna, en fjárkláði þessi heflr að mestu leyti eytt sauð-
fjárstofninum í Arness sýslu, og hinar hreinu tekjur þessa embættis
hafa því, eptir því sem sýslumaðurinn nákvæmlega heflr skýrt frá,
rýrnað svo mjög, að þar sem þær árið 1856 voru taldar 2168 rd.
44 sk., þá voru þær árið 1859 ekki nema 999 rd. 55 sk., og hafa
þær því minnkað um 1173 rd. 85 sk., eða hérumbiljum 54 af liverju
hundraði. Embættistekjurnar af þessari sýslu eru þannig nú sem
stendur ekki meiri en af hinum lakari sýslum, sem goldið er eptir
frá 80 til 100 rd. á ári, og þareð hætt er við, að hérað þetta ekki
muni geta náð sér aptur á fárra ára fresti, svo að nokkru muni,
áleit stjórnin nauðsynlegt að færa afgjaldið niður við sýslumanninn
um þessi 3 ár, eins og hér er á vikið, þó samt með því skilyrði,
að sýslumaðurinn á þessu tímabili verði við embættið.
Að öðru leyti skal þess hér getið, að í flestum sýslum á islandi
eru helztu tekjur sýslumanna, sem þeir taka undir sig í launa stað,
skatturinn og gjaftollurinn, og í einstöku sýslum einnig konúngs-
tíundin. Eptirgjald það, sem sýslumenn á hverju ári eiga að gjalda
eptir sýslurnar, er ákveðið í konúngs úrskurði 22. september 1838
með þeirri upphæð, sem hér segir fyrir hverja þeirra; þó er eplir-
gjaldið af Árness sýslu, eins og fyr segir, í þessum urskurði ákveðið
að vera skuli 300 rd. á ári, en af Rarðastrandar og ísafjarðar sýslum
100 rd. af hvorri þeirra. I'ess skal hér getið, að eptirgjaldið af
Barðastrandar sýslu er í fjárhagslögunum fyrir árið I8f£ fært niður
í 60 rd., en í fjárhagslögunum fyrir árið 18ff er eptirgjaldið af
ísafjarðar sýslu lækkað til þess sem hér er talið, og má um þetta
skýrskota til athugasemda þeirra, sem gjörðar voru við frumvörp
II. 35