Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1861, Page 914
904
UJl FJÁRHAG ÍSLANDS.
sem þarlijá er eitthvert hið fegursta og sterklegasta kirkjusmíði á
íslandi, nú orðin svo hrörleg, að i'ull nauðsyn er á og ekki má
lengur fresta að hús þetta fái aðgjörð, ef menn vilja koma í veg
fyrir að það skemmist gjörsamlega. Stiptamtmaður hefir nú sent
stjórninni áætlunarreikníng, samdan af snikkara Gudjohnsen í lteykja-
vík, yfir kostnað þann, sem mundi rísa af aðgjörðinni, og er hann
þar talinn 850 rd. 48 sk., og hefir hann þarhjá getið þess, að
kostnaður sá, sem talinn er í þessum áætiunarreikníngi, mundi
fremur of lágur en of hár, þar bæði vcrðið á efnum og tilfærmn
og smíðislaun sé mjög sanngjarniega talið. Stjórnin áleit því nauð-
synlegt að heimta frekari vissu fyrir því, hvort höfundur áætlunar-
reikníngsins mundi vilja takast aðgjörð þá, sem hér ræðir um, á
hendur fyrir upphæð þá, sem í áæliunarreikníngnum er lil tekin,
og hefir hann nú gengizt undir það. Að öðru leyti hefir stipt-
amtmaður látið þá meiníngu í Ijósi, að þegar kirkjan fær slíka að-
gjörð og hör er stúngið uppá, og þegar þarlijá lilheyrileg umsjón
er höi'ð með henni, mundi hún geta staðið í mörg ár án þess að
þurfa aðgjörðar við, og mundi þá einnig innan skamms tíma mega
endurgjalda kostnað þenna af árstekjum hennar; en þess skal hér
getið, að árstekjur kirkjunnar eru alls milli 100 og 150 rd., og
verða þá afgángs útgjöldunum hérumhil 50 rd. á ári, en kirkjan er
þarhjá ekki í skuld nema um eina 35 rd.»
Við II. 8. »í fjárhagslögunum fyrir árið 18fo voru veittir
10,000 rd. til alþíngis þess, sem haldið var á íslandi árið 1859.
Samkvæmt tilskipun 8. marz 1843 kemur alþíng saman annaðhvort
ár, en þar kostnaðurinn við alþíngi árið 1859 voru rúmir 12,000
rd., heíir þótt réttast ekki að stínga uppá minna til alþíngis þess,
sem á að koma saman árið 1861. Að öðru leyti má geta þess, að
útgjöld þessi, að frá skildum þeim 1200 til 1300 rd., sem ætlaðir
eru konúngsfulltrúa, má skoða einúngis sem lán, því samkvæmt
opnu hréfi 18. júlí 1848 er alþíngiskostnaðinum jafnað niður á
landið og síðan endurgoldinn jarðabókarsjóðnum.»
Við ii. 9. »Tillag það, 318 rd. 72 sk., til fátækustu brauða
á íslandi, sem hér er talið, var uppliaflega 300 krónur, og er það
goidið eptir konúngs úrskurði 12. maí 1579.-