Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1861, Page 915
U5I FJARHAG ÍSLANDS.
905
Við II. 10. 'il'egar selt var Hóla stóls góz, voru seld með
því nokkur kirkju - kúgildi, sem prestum voru goldnar leigur eptir.
Til endurgjalds fyrir þetta er nú goldið árlega 960 álnir eptir meðal-
verði verðiagsskrúrinnar á alin, og í peníngum 65 rd. 60 sk., en
það hvorttveggja má gjðra ráð fyrir að verði að upphæð 300 rd.
eins og hér er talið.»
Við II. 11. »í alhugasemdum við frumvarpið til fjárhagslaganna
fyrir árið 18ff er skýrt frá ástæðum til þess, að meðal útgjalda tii
íslands þarfa ern taldir þeir 300 rd., sem til þess tíma höfðu staðið
á ári hverju í hinum eldri skýrslum um eptirlaun þau, sem snerta
alríkið, og sem átti að verja lil styrktar handa ekkjum og börnum
presla á íslandi, samkvæmt konúngs úrskurði 13. maí 1785. Auk
þessa heflr kirkju- og kennslustjórnin, úr styrktarsjóði þeim, sem
undir hana er lagður, á ári hverju veilt hinum fátækustu uppgjafa-
prestum og prestaekkjum á íslandi hérumbil 200 rd. Stjórnarráðið
heflr samt hvergi nærri getað lijálpað öllum þeim, sem þess hafa
æskt, og þar bónarbréf þessi hafa borið það með sér, að mikill
hluti þeirra sem beiddu, einkum meðal prestaekkna, var mjög
þurfandi, heimti stjórnin af biskupinum yflr íslandi skýrslu um tölu
á öllum uppgjafaprestum og prestaekkjum í landinu, tekjur þeirra,
aldur, efnahag og heimilisstöðu, ásamt fleiru þar að lútandi. Af
skýrslu þessari lýsir það sér, að nú sem stendur eru 24 uppgjafa-
prestar og 55 prestaekkjur á íslandi, og að telja megi hérumbil
helmíng uppgjafaprestanna og að minnsta kosti 25 prestaekkjur mjög
þurfandi. þetta á sér einkum stað um prestaekkjurnar, því það
sein þeim ber af tekjum prestakallanna nemur oplast ekki meir en
fárra ríkisdala virði, og hluti sá, sem sérhverri þeirra ber af hinum
áður um getnu 300 rd., hlýtur eptir hlutarins eðli að verða mjög
lítill, eins og líka st.yrkur sá, sem til þessa tíma heflr verið veittur
úr styrktarsjóði kirkju- og kennslustjórnarinnar, ekki heldur getur
náð nema til mjög fárra prestaekkna; þess má þó ennfremur geta, að
prestaekkjum á íslandi er að vísu með konúngs bréfi 5. júní 1750
lagður nokkur hluti af peníngum þeim, sem goldnir eru af hinum
betri prestaköllum í landinu, en þetta er samtals ekki meir en 50
rd. á ári, sem skipta á meðal allra þeirra. Stjórnarráðinu heflr því