Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1861, Page 917
UM FJÁRHAG ÍSLANDS.
907
1630 rd., en 1085 rd. eru greiddir af prestinura sjálfum, og heíir
hann til þessa orðið að hleypa sér í töluverðar peníngaskuldir.
Samt sem áður er kirkjusmíðið ekki komið lengra áleiðis, en að
húsið er búið að utanverðu, en ógjört er ennþá allt innanhúss, og
er gjört svo ráð fyrir, að kostnaðurinn til þessa muni verða að
minnsta kosti 1800 rd. Beiðandi heBr þarhjá getið þess, að þegar
fyrirtæki þelta var stofnað hafi horfzt mjög vel á fyrir mönnum, og
hafi sóknarmenn því æskt þess, að hin nýja kirkja væri byggð miklu
stærri en gamla kirkjan hefði verið, og að hún væri þannig úr garði
gjörð, að hún ekki stæði á baki hinna fegurstu limburkirkna á
íslandi; en sóknarmenn vildu styrkja til þessa með fégjöfum, og
lofuðu þeir í því skyni hérumbil 1700 rd. Presturinn hefir nú skýrt
frá, að naumast f hlutar af gjöfum þessum sé goldnir, og segir
hann þarhjá, að ekki sé að búast við að meira verði greitt af
þessum gjöfum, þareð llestir sóknarmanna, eins og yfirhöfuð héraðs-
búar þar i grend, sé komnir í fátækt sökum harðæris þess, sem
hefir gengið á hinum síðustu árum, og þar sjáfarafli heíir brugðizt.
í bréfi sínu til stjórnarráðsins getur biskupinn yfir íslandi þess, að
presturinn hafi ráðizt í þetta fyrirtæki vegna þess hann hafi treyst
því, að sóknarmenn mundi styrkja sig, og að framvegis mundi láta
vel í ári; en honum hafi yfirsézt í því, að hann ekki áður liafi
útvegað sér áreiðanlegan áætlunarreikníng yfir kostnaðinn, sem þó
ekki sé svo hægt að koma við á íslandi. Biskupinn álítur því, að
presturinn hafi ráðizt í svo stórkostlegt fyrirtæki, að það án efa,
nema hann fái styrk, muni gjöra hann bláfálækan; en að svo fari
telur biskupinn mjög hörmulegt, bæði vegna þess, að prest þenna
má álíla einhvern liinn heiðvirðasta mann í kennimannlegri stélt,
og svo vegna þess, að honum hefir verið mjög svo annt um að
byggja kirkjuna sómasamlega upp; biskupinn befir því mælt fram
með, að honum væri veittur allur sá styrkur, sem unnt væri.
Stjórn kirkju- og kennslumálanna hlýtur nú að vísu að álíta,
að ekki geti komið til umtals að veita styrk þann, sem um er
beðinn, að gjöf, en af ástæðum þeim, sem þegar eru taldar, álítur
stjórnin, að ástæða sé til að hjálpa beiðanda, sem þegar er búitíh
að verja töluverðu af eigum sjálfs síns til þess fyrirtækis, sem að