Ægir - 01.07.1905, Blaðsíða 7
ÆGIR.
3
birta 5'mislegt smávegis, er vér frjettum
eða sjáum á ferðum með »Heklu« kring
um landið, sem getur haft þýðingu fyrir
fiskiveiðarnar.
Öllum ritgjörðum, sem snerta fiski-
veiðar og farmensku verður veitt mót-
töku í blaðinu, jafnframt því sem vjer
óskum eftir að menn sýni oss þá velvild
að styðja að útbreiðslu þess, um leið
og vjer vonum að geta gjört rit þetta svo
úr garði, að það geti orðið til uppbygg-
ingar og útgefendum til sóma.
Hvað ber oss að gera og hvað gera
Norðmenn til eflingar fískiveiðunum?
Það er löngu viðurkent að vér ís-
lendingar verðum að miklu feyti að læra
af öðrum þjóðum, við verðum fyrst að
fá þaðan reynslu, sem heflr fengist þar
jafnan oft fyrir ærið fé, við höfum hing-
að til ekki haft efni á því að reyna sjálíir
nema i sniáum stíl, því reynslan er og
verður dýr, þrátt fyrir þae er oss óhjá-
kvæmilegt að við sníðum okkur stakk
eftir vexti, og getum því ekki hagnýtt
okkur óbreyttar aðferðir annara þjóða,
því margt er svo ólikt að sitt á við á
hverjum stað fyrir sig.
í aðal atriðunum er það sem við
verðum að feta í fótspor þeirra sem
lengst eru komnir, og taka þaðan alt sem
getur orðið okkur að gagni, og þá er það
sjálfsagt að við tökum það sem mestar
likur eru til að eigi liezt við hjá oss og
breytum eftir þeirri þjóð sem er oss lik-
ust og atvinnuvegurinn svipaðastur.
Þetta verðum við að gera í fiskiveiða-
málunum.
Öll þýðingar mestu málefni þjóðfélags-
ins sem landinu er til heilla her landstjórn-
inni að styðja af aleíli, og al' fremsta
megni að stuðla til að þjóðinni gefist kost-
ur á að hagnýta sér með sem hægasta
móti þau meðul sem benda til þrifa og
hagsælda. Fins og búnaðarmál menta-
mál, samgöngumál og kirkjumál eru bor-
in fyrir brjósti og styrkt af löggjöf lands-
stjórn, eins er og verða fiskiveiðar og
siglingar eitt stóra málið í jijóðfélaginu
sem þarf umhyggju ogalúð leiðtoga lands-
ins. Auðvitað verða raddir að koma frá
þjóðinni sjálfri í þessa átt, en oftast eru
þær svo margar og kvartanirnar marg-
víslegar' að vandi er að finna þá beztu
leið til bjargar og viðreysnar, þess
vegna er þægilegt og um leið sjálfsagt að
litast um hjá öðrum þjóðum hvernig þær
liafa það og breyta svo þar eftir.
Fiskíveiðamál íslands þurfa eins og
nú er ástatt aðra umsjón eða umhyggju,
þau þurfa alsherjar eftirlit alsherjar stjórn,
og þessi atvinnugrein þarf að vera ein
heild þar sem hver fjörður hver vík og
hvert fiskiver er óaðskiljanlegur hluti úr
og háður jöfnu etfirliti.
Norðmenn eru okkur næstir. Þeirra
fiskveíðar eru lifsskilyrði mikils hluta
þjóðarinnar, en hvað mikið þeir leggja
í sölurnar og hve mikla umhyggju þeir
bera fyrir þessu lifsspursmáli sínu viljum
vér sýna með eftir farandi skýrslu eða
fjárveitingu rikisþingsins til þeirra.
Stýrkur til eílingar fiskiveiðunum á
fjárhagstímabilinu sem gildir frá 1. april
1904 til 31. marz 1905.
Til stjórnar fiskiveiðanna laun
stjórnendanna o. m. il. .... 01,500,00
Til útgerða á iiskirannsókna
skipinu »Mikael Sarz« ..... 54,000,00
Til útgáfu á »norskum fiski-
veiðaritum« ................. 8,000,00
Til prentunar og útgáfu á fiski-
veiðaskýrzlum ............... 4,500,00
Flyt: 128,000,00