Ægir - 01.10.1905, Page 2
34
ÆGIR.
fylsta sannfæring, að slíkt liati mjög mikla
þýðingu fyrir Island, þrátt fyrir þó það
sýnist svo, og sje oft, að hinir aðkomnu
fari með aðalágóðann. Ég skal tilfæra
dæmi frá Noregi.
Sænskir fiskimenn, er stunduðu djúp-
miða-flskiveiðar, byrjuðu fyrir mörgum
árum að taka sér aðsetur í Álasundi.
Eftir nokkurn tíma bygðu Álasundarar
sjálfir fiskikúttara handa sér, fengu sér
sænska fiskmenn að nokkru Ieyti, og það
voru bygðir lleiri og fleiri kúttarar. Margir
sænskir menn búsettu sig í Álasundi og
eftirkomendur þeirra lifa þar þann dag í
dag. Enn þá koma sænskir fiskimenn á
vorin og ráða sig þar á skip.
Á seinni árum eru nokkrir sænskir
fiskimenn byrjaðir að búsetja sig á »Mold-
öen« og það mun verða þar eins og í Ála-
sundi. — Noregur er frjálst land; fiski-
menn geta, án þess að borga hafnsögu-
gjald m. m., komið inn, keypt sér beitu,
verkað afla sinn um borð eða í landi, selt
aílann verkaðan, nýjan eða saltaðan, án
milligöngumanns, en þegar þeir fiska, verða
þeir að taka tillit tíl landhetginnar og það
gera þeir.
Hinir sænsku fiskimenn eru mjög vel
liðnir af okkur, hvar sem þeir koma ; hafi
þeir flutt í hurtu frá einum stað, er það
með frjálsum vilja; þeir hafa þá leitað og
l'undið aðrar fiskistöðvar, sem þeir hafa
álitið betri og arðvænlegri.
Það er mín fylsta sannfæring, að ís-
land baki sér tjón og varni sér þrifa með
því, ef þeir nú reyni til að flæma burtu
norska sildar- og þorskveiðara með nýjum
bannlögum. Ég held að samningur milli
Islands og Noregs áhrærandi samvinnu og
félagsskap viðvíkjandi fiskiveiðunum vildi
hafa jafnmikla hagfræðislega þýðingu fyrir
bæði löndin.
Ágóði Norðmanna af fiskiveiðuin sín-
um við ísland í ár er mjög misjafn;
nokkrir munu liafa haft talsverðan hag,
en jafnframt eru það margir sem liafa
tapað.
Ég hefi sagt það áður, og ítreka það
enn þá, að frá Noregi eru langt ofinargar
sildarútgjörðir sendar til íslands. Hið háa
verð á síldinni í ár bælir mjög mikið úr,
en þó liefði það verið miklu arðvænlegra
fyrir okkur, ef feit síld hefði fiskast hér, í
stað þess að hún hefir algerlega brugðist.
Útgerð til íslands er mjög dýr og á-
liættan mikil. Þessu inegið þið ekki gleyma.
Og sé það lagt saman í eina heild, hvað
Norðmenn færa íslandi bæði beinlínis og
óbeinlínis ár eftir ár, munuð þér sjá, að
það er þó töluverð upphæð.
Virðingarfylst yðar
Vestergaard.
A 1 | > i 11 *»• i.
II.
Fyrir utan lög þau og styrkveitingar
sem getið er um í síðasta hlaði að þingiö
hafi samþykt, eru nokkrar eldri styrkveit-
ingar sem standa óhaggaðar, og enn aðrai-
sem tekið hafa nokkrum breytingum, og
nýir liðir verið bætlir inn i. Vér viljum
því telja hér alt upp sem snertir sjávarút-
veg eða siglingar að einhverju leyti, sem
þingið hefir úlhlutað:
Póknun fgrir aðsloð verkfróðs mans
við endurskoðun skipamælinga 300 kr.
livort árið.
Til útgjalda við eftirlit úr landi með
fiskiveiðum útlendinga 1000 kr. hvort árið.
Til hins sameinaða gufuskipafélags
30,000 kr. hvort árið.
Tit hlutafélags »0. W. Arvinger« og
hlutafélagsins »Tliore« fyrir að sigla með
póst á milli Islands og útlandsins og hafna
á íslandi 8,000 kr. livort árið.