Ægir - 01.10.1905, Qupperneq 6
38
ÆGIR.
»Eg verð í London nokkra daga, en
lerðast svo um England og Skotland lil að
kynna mér fyrirkomulagið á euskum og
skotskum íiskiveiðum, og fyrirkomulag á
fiskisölu þeirra, og þetta bj7st eg við að
verði nóg verkefni fyrir mig þangað lil í
Jan. í vetur. Að því búnu kynni eg mér
eftir föngum fyrirkomulagið á fiskiveiðum
Þjóðverja, Svía, Norðmanna, Hollendinga,
Frakka og Dana, og á leiðinni heim fer
eg um Bandaríkin í N.-Ameríku, og mun
afla mér þar þeirrar þekkingar sem eg get
fengið; og þar eð þetta er mjög umfangs-
mikið verk, mikið að sjá og læra, get eg
ekki gert ráð fyrir að koma heim fyr en í
árslok 1906«.
Fiskiveiðarnar fyrir Austurlandi
hafa í sumar verið mjög rýrar, enginn
fjörðurinn öðrum betri. Fiskitregða befir
eins og skiljanlegt er verið aðalorsökin,
en þar við hefir bætzt beitidejvsi og ógæftir,
hvorttveggja í meira lagi. Engin síld fisk-
ast inntjarða til beitu, svo teljandi befir
verið, mestan part ársins.
Hæst aflaupphæð á róðrarbáta mun
vera náiægt 40 skpd.; á Reyðarfirði einn bát-
ur45 skpd. Til samanburðar má geta þess,
að í fyrra sumar munu nokkrir bátar hafa
fiskað yfir 100 skpd. og var þá jafng'óður
afli alstaðar fyrir Austurlandi eins og hann
er nú lítill.
Afli á mótorbáta er þó undantekning,
hann er á llesta mjög góður. Hæstur afli
mun vera um 200- skpd. á mótorbát .1.
Arnesens verzlunarstjóra á Eskifirði o. II.
Mótorbátur St. Th. Jónssonar kaupmanns
á Seyðisfirði o. fl. hefir fiskað um 180
skpd. Bátur Páls Arnasonar s. st. 110
skpd. og svo aðrir bátar minna. Þetta
ætti að vera nægilegl til að sýna mönnúm
yfirburði mótorbátanna og ber öllum dug-
andi mönnum, sem fiskiveiðar stunda á
opnum bátum, sem fyrst að færa sér slíkt
í nyt.
Fiskigufuskipin, sem hafa stundað veið-
ar frá Austurlandi, bafa einnig fengið lít-
inn afla. Skip A. Friis útgerðarmanns frá
Alasundi, sem gerð voru út frá Seyðisfirði
í júlí og ágústmán., fiskuðu vfirleitt bezt.
»Elin« O. Wathnes erfingja fiskaði 8000 af
tiski og 3500 tunnur af sild í »flotvörpu«,
»Víkingur« (sama útgerð) 22000 af fiski,
»Aurora« 20000 af fiski og 300 tunnur af
síld í reknet, líka tilheyrandi O. Watlines
erfingjum.
»Súlan«, gufuskip kaupm. Ií. Hjálm-
arssonar á Mjóafirði, hefir einnig tiskað i
minna meðallagi.
Af skipunum, sem gerð voru út frá
Austurlandi og stunduðu sildarveiði fyrir
Norðurlandi, fiskaði »Albatros« bezl, 5000
tunnur i flotvörpu. »Albatros« tilheyrir
konsúl Falk i Stavanger, en stundar hér
veiðar undir nafni kaupmanns Imslands á
Sevðisfirði. Þetta skip sigldi á land við
Melrakkasléttu i byrjun septembermánaðar,
en náðist strax út aftur óskemt.
»Atlas«, annað skip konsúl Falks,
fiskaði c. 2000 tunnur af síld, líka í flot-
vörpu fyrir Norðurlandi. Bæði þessi fyr
nefndu skip fiskuðu með botnvörpu á
vetrarvertíðinni og fram á sumarið, en
atlinn varð fremur litinn.
Norsku /iskimennirnir, sem Þorsteinn
Jónsson kaupm. í Borgarfirði réði lil sin
og fleiri annara á Austurlandi frá norðan-
verðum Noregi til íiskiveiða á opnum
bátum, fóru flestir út með báta sína aftur
seinast í sept. síðastl.
Veiðiskapurinn halði gengið fremur
illa hjá þeim eins og öðrum, svo llestir
fóru með lítinn ágóða, og fleiri með skuldir.
Kvartað böfðu þeir undan að bátar þeirra
væru stórir og örðugir í langræðinu fyrir
Austtjörðum. Flestir kunnu þeir vel við