Ægir - 01.10.1905, Page 8
40
ÆGIR.
Atlis. Máske Hull botnvörpunguni fækki
dálítið hér við land fyrir bragðið.
Piskikúttari „Seydisfjord44 eign Jóns
kaupfjelagsstjóra Stefánssonar á Seyðis-
firði, sem stundað hefir þorsk og sild-
veiði fyrir Austfjörðum í sumar sökk úti
fyrir Glettinganesi þann 18. sept. siðastl.
Skipið var nýkomið af Seyðisfirði, el'lir
innkomu úr síldartúr og var á útsiglingu.
Veður var gott. Seint um kvöldið verða
skipverjar varir við að kominn er mikill
sjór í skipið, og er þá farið að dælun-
um en þær hafa ekki við. Svo er tekið
það ráð að setja út skipsbátinn og fóru
allir í hann og' tóku skipið á tog á eftir
og reru það áleiðis til lands, en skamt
frá landi sökk það.
Skip þetta var keypt i Norvegi í vetur
og var með hjálparvjel (gufuvjel) og
hafði ekki borið á neinum leka á því
svo teljandi væri áður í sumar. Skip-
stjóri var Ingimundur Einarsson ættaður
af Seyðisfirði. Stýrimaður norskur, en
hásetar aðrir ílestii- islenzkir, þar á með-
al Sarnúel Guðmundsson hjeðan úr
Reykjavík.
Menn komust allir heilu og liöldnu í
land.
Skipið vai' vátryggt fyrir 9000 kr. og
veiðarfæri og' útgjörð fyrir 3500 kr. alt
í norsku ábyrgðarfjelagi, svo vonandi
verður útgjörðarmaður skaðlaus af skip-
tapanum.
0. Watlmes erfingjar eru að láta hyggja
nýtt og vandað skip, sem á að ganga
eftir fastri ferðaáætlnn milli íslands og'
útlanda eins og »Egill«. Það verður full-
búið og' tekur til starfa í marz n.k. Það
á að heita Ottó Wntline.
Síld stendur í mjög góðu verði nú á
markaði utanlands, sem stafar af því
að veiði hefir hrugðist við Norveg og'
viðar; 25 kr. er mælt að hæst sje borg-
að fyrir tunnuna af reknetasíld. Það
eru því líkindi til að þeir fái mikinn á-
vinning sem hezt hafa allað fyrir Norð-
urlandi í sumar.
íshafsfari skipstjóri Ole Nessö
kom hingað lil Reykjavíkur með »Ceres«.
Ilann kom frá Noregi til Austurlandsins, og
þaðan með s/s »Ásgeir Ásgeirsson« til Ísaíjarð-
ar, þarsem hann náði í »Ceres« til Reykjavíkur.
Herra O. Nessö er kominn hingað i þeim
erindum, að tala við stjórnarráðið tim lánveit-
ingu þá,, er alþingi hefir veitt , honum til að
stunda Ishafsveiðar liéðan frá íslandi og liytja
lifandi moskusnaut á land hér, og' sem getið er
um á öðrum stað hér í blaðinu.
Honum lýst vel á landnám hér og' gotl til
aðseturs við þessa væntanlegu veiði. Hann
hyggur lieppilegast að fá 2 eða 3 menn, sem með-
eigendur i fyrirtækinu. Skip með öllum útbún-
aði lil veiðanna gerir hann ráð fyrir að kosti
frá 15 —18,000 kr. Par með reiknað kostur og'
utgerð fyrir 6 menn, sem liann hugsar sér að
skilja eftir lil vetrarsetu á Austurströnd Græn-
lands lil að skjóta hvíta birni, úlfa, moskusnaut
refi o. fl., sem hann lelur íujög arðvænlegt, og
býst hann við eftir því, sem hann þekkir til
þar með gnægð veiðidýra, að slíkur leiðangur
mundi geta orðið til mjög mikils hagnaðar,
nmfram sjálfar sumarveiðarnar.
Hann «erði í sumar 3 inánaða túr,til Græn-
lands og fekk afla fyrir c. 10,000 kr. ísar voru
svo miklir í norðurhöfum, að þess hefir sjaldan
verið dæmi nú um nokkur ár, og það var eðli-
lega lil hindrunar á veiðinni.
Herra Nessö komst norður á 77° Nbrd.,
Gap Bismark, og' liitti þar prinsinn ai' Orleans.
Hann fer heim nú með fyrstu ferð.
Nokkrir skipstjórar
og útgerðarmenn hér í Reykjavík og nágrenn-
inu, er inælt að ætli að kaupa 2 nýja botn-
vörpunga til þorskveiða í vetur. Skipin munu
kosta yfir 100,000 kr. hvort.
Hinir 4 botnvörpungar
frá Aberdeen sem fiskuðu hér um 2 mánaða
tima í sumar og seldu fisk sinn lil kaupmanns
Ásg. Sigurðssonar flskuðu 2000 Skpd. fisk.
Sjö síldveiðaskip
ráku á land á Siglufirði í storminum þann 5.
sept. 4 náðust út aftur.
Heiðurssamsæti
var útgerðarmanni og kaupm. Geir Zoéga
haldið hér í bænum 25. f. m. af verzlunar-
mannafélaginu í minningu þess að 25 ár voru
þá liðin, frá því að hann byrjaði hér verzlun.
Hann er nú rúmlega hálf áttræður. Hann
byrjaði hér útgerð 186(5 og er hann eins og'
allir vita einn hinna mestu dugandismanna, sem
ísland hefir átt í þeirri greín. Hann er ern og
hress enn þá, áhuginn og dugnaðurinn lítiö
bilaður enn þá.
Prentsmiðjan Gutenberg.