Ægir

Volume

Ægir - 01.11.1905, Page 2

Ægir - 01.11.1905, Page 2
42 ÆGIR. samir menn á Miðnesi, í Höfnum og Grinda- vík brúkað þorskanet öðru hvoru á vetr- arvertíð á síðustu árum (síðan um alda- mót) og aílað allvel í þau og þannig sýnt í framkvæmdinni, að ofangreint álil lieíir ver- ið á litlum rökum bygt. í vor er leið, reyndi ungur maður á Búðareyri í Seyðisfirði, Friðbjörn Holm að nafni, að fiska með þorskanetum þar i firðinum. Hann hafði nýlega verið í Ame- ríku og kynst netum þar og áður í Reykja- vík. Bjó hann sér til 6 net, 10 faðma löng hvert, með 272—3" riðli (í stað 4" riðils á netum syðra). Lagði hann þau G. til 11. maí, á eitlhvað 15—20 faðma dýpi, undir norðurströnd fjarðarins, milli Vestdalseyrar og Öldunnar. Fékk hann alls 60 þorska í þau, en gat af ástæðum eigi haldið lögn- unum áfram. Fiskarnir voru 20—22 pd. þungir, óslægðir; þeir voru ógolnir, með tóman maga og vel feitir; liafa því verið svipaðir netafiskinum í Faxaflóa. Sýnir þessi tilraun ljóslega, að víðar má veiða þorsk í net, en í Faxaílóa, ef menn að eins vilja brjóla bág við gamlar venjur og hleypidóma. Mjög merkilegt atriði í þessu máli er það, að annar maður lagði lóð (línu) á sama svæði og netin voru lögð á og sömu dagana, en varð ekki var á liana. Hefðu netin ekki verið lögð þarna. þá hefði legið næst að ætla, að enginn fiskur hefði verið þar, úr því ekki varð vart á lóðina. þegar menn verða ekki varir á þau veiðarfæri, er þeir eru vanir að brúka í það og það skiftið, áljdita þeir af því, að enginn fiskur sé fyrir, og er það eltki nema eðlilegt. En þelta dæmi sýnir áþreifanlega að varlega mega menn gera þess konar ályktanir, því vel getur verið fyrir fiskur, sem ekki vill neina beitu, eða að minsta kosta ekki þá sem er í það skiftið á boð- stólum. Eg hefi nefnt annað dæmi aflíku tagi í skýrslu minni í síðasta árgangi »And- vara«, sem sé botnvörpunginn, sem veiddi netaþorskinn í Garðsjónum sumarið 1896, þegar heimamenn þar fengu ekki annað en smákindur á lóðir sínar og handfæri á sama svæði. Það færði Garðmönnum lieim sanninn um það, að nelaþorsk væri að fá á öðrum tímum en vetrarvertið; þeir breyttu líka eftir því og hafa ekki haft verra af. Vonandi fara fiskimenn að sjá það betur og betur, að liæpið er að binda sig of mjög við eitt veiðarfæri. Vel getur ver- ið að oft sé netafiskur fyrir inni í fjörðum eða annarstaðar nærri löndum, þegar menn fara langt út á djúp með lóðir sínar og leita þannig langt yfir skamt. Þetta atvik á Sej'ðisfirði i vor er leið sýnir, að fá má fisk í net víðar en í Faxa- flóa, og sjálfsagt gengur þess konar fiskur víðar að landi en í Seyðisfjörð, en menn gela ekki gert sér von um að fá liann nema þeir fari að eins og Friðbjörn Holm, fái sér net og reyni. Það ætti að reyna í sem fleslum fjörðum og fjarðamynnum og úti fyrir þeim og meðfram ströndum, þar sem svo til hagar, alt í kring um land og ekki að eins á grunni lieldur og á 40—60 faðma dýpi eða dýpra. En þar sem svo djúpt væri, þyrfti að liafa vindu til að draga inn með netin og þar sem menn hafa véla- báta, væri vel til fallið að fá í þá vindu, sem gangvélin svo sneri. Þegar búið væri að gera tilraunir á ýmsum stöðum um nokkur ár, mundi það fara að koma í Ijós, hvar og hvenær bezt ætti við að brúka netin og hvaða riðill yrði hæfilegastur á þeim. Þó bj'st eg varla við að til neins yrði að reyna net við Norð- ur- og Austurland 4 fyrstu mánuði ársins. Tilraunirnar má gera í smáum stýl og með fremur litlum kostnaði, 75—100 kr. fyrir tilraunatrossu, sem er álika og fyrir 2—3 síldarnet. Af því að gera má ráð fyrir, að fisk- ur sá, er kynni að veiðast í net norðan og

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.