Ægir - 01.11.1905, Page 4
44
ÆGIR.
1. Hvaða mótor álizt beztur tit notkunar
i fiskibátum?
2. Hvernig eru hlutföllin á milli 2 gengis
(takts) og 4 gengis mótora, og hver
þessara er beztur i fiskibáta?
3. Hvern œtti lxelzt að hafa í fiskibátu:
benzín-, gasolín- eða steinolíumótora,
og hvernig er hlntfallið á milli þessara
innbyrðis?
Manni verður ósjálfrátt að líta svo á,
að dómnefndín hafi ekkert gert til að leysa
úr þessum spurningum. Og það er að
líkindum þetta, sem hefir vakið óánægju
mótorsmiðanna og verið orsök til mynd-
unar á »Nordislc Motorunion« sem hefir
það lilutverk, að vernda þeirra eigin liags-
muni, og um fram alt að reyna til að ná
því fullkomnasta takmarki í þessu tilliti,
þannig að kaupendur geti fengið ótvíræð-
ar leiðheiningar um, hvaða mótorar sjeu
lientugastir til hinna ýmsu notkunar.
Eg vil samt sem áður reyna eftir mætti
að svara þessum framangreindu spurning-
um, sem eg álít svo þýðingarmiklar, að
þær verða að útskýrast og svarast opin-
berlega mönnum til leiðbeiningar.
Steinolíumótorinn er fyrir fiskimennn blátt
áfram vegurinn til þrifa og framfara, og
þess vegna er það svo brýn nauðsyn að
fá sem Ijósastar og áreiðanlegastar upplýs-
ingar um kosti og ókosti hinna ýmsu
mótora.
Viðvikjandi 1. spurningunni gera menn
máske þá atliugasemd að dómnefndin hafi
greitt úr henni til hlýtar. En hér er eg á
öðru máli. Jeg álít nefnilega að þessari
spurningu sé að mestu leyti ósvarað, á
meðan að 2 gengis og 4 gengis benzin- og
steinolíumótorar eru látnir heyra til sama
flokki.
Og þetta er látið gott heita, að benzín-
mótorar til notkunar í skemtibáta og stein-
olíumótorar til notkunar í fiskibáta, eru
dæntdir í sama flokki. Maður hefir á-
stæðu til að spyrja: Hvernig stendur á
þessu?
Að mínu áliti var það mjög mikil yfir-
sjón, að mótorar þessir voru ekki aðgreind-
ir í ílokka hver fyrir sig.
Viðvíkjandi mótorum í fiskibátum verð-
ur sjerstaklega að taka tillit til öryggis
þeirra og hins mismunandi ásigkomulags
sjávarins, sem þeir verða að vera viðbúnir
að þola, livenær sem er, og þar að auki
verður að taka tillit til dýrleika þeirra og
úthaldskostnaðar.
Að hvað mildu lej'ti tillit var tekið til
þessara atriða við mótor þann sem fékk
mesta viðurkenningu, er mjer ókunnugt
um. Það hefir ekki sést neitt opinberlega
minnst á það. En að svo miklu leyti
sem mér er kunnugt, var sá mótor þang-
að til þá, mjög lítið notaður í fiskibáta,
og liafði þar af leiðandi eftir minni mein-
ingu, langt frá því verið reyndur nægilega
til slíkrar notkunar.
Þrátt fyrir þó sá hér umræddi mótor
liafi þar fengið gullmedalíu og 1. verðlaun,
hefi eg enn sem komið er, ekki þorað að
mæla með honum í fiskibáta, og eingöngu
af þeirri ástæðu, að eg álít hann of lílið
reyndan til slíkra notkunar. Eg álít þess-
vegna enn sem komið er, ekki liægt að
mæla með öðrum mótorum en þeim, sem
Danir fyrstir manna, og um lengstan tíma,
liafa haft með mjög góðum árangri í sína
fiskibáta.
Annari spurningunni virðist lieldur ekki
liafa verið svarað rældlega. Hinirogþess-
ir töluðu að eins um hana sín á milli.
Eftir mínu áliti er 4 gengis steinolíu-
mótorar með glóðarkúlu og sjátfbrennara
ásamt dælu og gangstilli (regulator) hinir
heztu og áreiðanlegustu, og í fiskibátum
og stærri liutningabátum liefir þyngdin
ekki sérstaklega mikið að segja.
4 gengis mótorar geta unnið mánuðum
saman þrátt fyrir þótt þeir sjcu farnir að