Ægir - 01.11.1905, Page 6
46
ÆGIR.
vanalega samning við skipstjóra eða eig-
anda skips, og eru þeir samningar mis-
munandi, og þar sem ekki er um fast á-
kveðið kaup farmanna að ræða, eins og
víðast livar á sér stað í öðrum löudum,
þá mun kaupi þessu hér, oft vera ójafnt
skift niður, þegar sjómenn líta á málið frá
sínu sjónarmiði. í rauninni varðar hvern
einstakan sjómann ekki um hvað annar
hefir, ef hann fær það kaup, sem hann
með frjálsum vilja hefir samið um og álitið
að væri nóg og sæmileg borgun fyrir sína
vinnu. En liann varðar um annað, sem
(því fer ver), er slegið alt of slöku við hér.
Hann varðar um, hvort hann, auk þess.
að vinna lnisbændum sínum all það er geti
orðið þeim lil gagns á sjó eða landi (NB.
í þarfir skipsins) og sem hann hefir lofað
með undirskrift sinni við ráðninguna, eigi
einnig að verða þjónn nokkurra manna,
sem liafa tekist á hendur sömu stöðu á
skipinu, og gengist undir, að af þeim yrðu
laun þeirra dregin, ef þeir eigi kynnu þá
vinnu, er þeir í landi liafa lofað að fram-
kvæma, þegar á skip væri komið; því allir
eru slcráðir hásetar, og liver liáseti því eigi
fremur skyldur en annar.
Það er alsiða, að liér þurfa sjómenn
ekki annað en senda skilaboð upp á dekk
að þeir geti eklci komið, og það er lálið
gilda. — Vönu og duglegu mennirnir verða
að þjóna þeim, sem komast á það að segj-
ast ekkert geta, og vilja ekkert kunna, sem
getur máske verið afsökunar vert, þar eð
þess er livergi getið, hvernig sjómenn þeir
séu, og þeir sjá að þeir menn, sem hafa
unnið að því að frelsa þá og skipið, þegar
liættan var mest, bera ekki svo mikið úr
býtum, sem viðurkenningu á pappírslappa
frá skipstjóranum, hvað þá heldur þakkir
eða þóknun fyrir fataslili, sem ávalt er
meira þegar farið er að vinna fyrir marga
í einu. . Með þessu lagi, ef þetta á að ganga
svona áfram er 67. gr. sjómannalaganna
öldungis þýðingarlaus, og engin furða þótt
skipstjórar séu þar í vandræðum, þvi við
livað á að miða?
Sé ekkert gert til þess að kippa þessu
i lag, þá er ísl. sjómannastéttinni gerður
ómetanlegur skaði. Fáar þjóðir eiga hetri
sjómanna og fiskimannaefni en íslendingar,
og það gegnir furðu, hve langt áleiðis í
sjómennsku margir eru komnir, þar sem
ekkert er gert frá því opinbera lil þess að
koma þeim áleiðis í sinni grein, engar
bækur, sem hljóða um þeirra atvinnuveg
eru til, og þó má heita að skip Sunnlend-
inga séu í mörgu fyrirmyndarskip, og þó
hlýtur þetla atlnigaleysi við 67. greinina
að draga mikið úr verklegri sjómennsku.
En mætti ekki ráða bót á þessu? Eg er
sannfærður um að það má, eins hér og
annarstaðar. í fyrsta lagi með því að
brýna það duglega fyrir mönnum, að hver
einn einstakur verði að gera það sem hann
getur og að taka ekki hið ímyndaða getu-
leysi gilt. Að orðið sé »jbú verður að geta«,
eins og hér hagar til, væri óréttlátt. Sjó-
mönnum verður að skifta í flokka liér eins
og á skipum annara þjóða. Danir liafa 4
stig. Þýzkir 4. Englendingar 3 o, s. frv.,
enskir flskikúttarar liafa 4. Mætti liér ekki
koma á stigum þannig, að sumir væru
skráðir hásetar 1. flokks, aðrir hásetar 2.
flokks o. s. frv., og ekki heimtuð meiri
kunnátta af hverjum flokki en þar til búin
reglugerð útheimti og sanngjarnt væri, og
að skipstjórar gæfu svo hverjum liáseta
prentað vottorð útfylt af þeim, og að þeir
við enda hvers fiskiárs gætu gefið þeim
sem þeir álitu færa, vottorð um að þeir
væru færir um að komast úr t. d. 2. flokki
upp í fyrsta, og gætu þvi látið lögskrá sig
þannig næsta ár. Eg skil eklci i öðru en
að það ýtti undir menn að vilja kynna sér
betur skipserfiði en nú á sér stað og gerði
skipstjóra færan um að gefa sönn vottorð,
sem hver sjómaður ætti að hafa í höndum,