Ægir - 01.11.1905, Side 11
ÆGIR.
51
Hættuleg sprenging í Suezskurðinum.
Flest útlend blöð liafa nú um nokkurn
tíma talað mikið um sprengingu sem ger-
hefir verið i Suezskurðinum,
Hinn 5. sept. í haust — sama daginn
sem hin 5 nörsku síldarskip ráku á land
á Sigluíirði, — rákust 2 gufuskip saman
Suenzskurðinum og lilaust svo mikið af
að annað gufuskipið »Chatham« frá Eng-
landi sökk til botns lilaðið með 80 smá-
lestum og sprengitundri (Dynamit). Skips-
skrokkurinn lá eðlilega í veginum fyrir
allri umferð um skurðinn, og var að síð-
ustu tekið það ráð að sprengja hann hurtu
með rafurmagni sem skyldi vera leytt eftir
3 kílometra löngum þræði.
Fyrir sprenginguna voru allar lifandi
verur fjarlægðar skipskrokkinn um 3 míl-
ur, og í bænum Port Said sem einmitt
liggur 3 mílur (danskar) frá staðnum fóru
allir íbúarnir út fyrir bæinn. Þrátt fyrir
allar varúðarreglur og einangrun tókst 35
fréttariturum ýmsra blaða að nálgast skipið
um H/2 mílu. Þeir heyrðu ákaflega mik-
inn hvell, og sáu að jörð og sjór þyrlaðist upp
í 2000 feta háann kúlumyndaðann stöpul,
upp af staðnum þar sem skipið lá. Skurð-
urinn eyðilagðist að eins á 200 faðma löng-
um vegi, og ætlast var á, að hann mundi
verða fær til umferða að vikufresti.
Mesta flskiþjóð heimsins
eru Japanar. Mönnum reiknast til, að
um 3 millíónir manna í Japan liafi atvinnu
við fiskiveiðar, og skip þeirra og bátar,
sem stunda fiskiveiðar, eru talin um 400
þús. Fiskiveiðar þeirra hafa hér um bil
tvöfaldast 10 síðustu ár.
Það er engin furða þótt þeir eigi völ
á duglegum sjóliðsmönnum, ef á þarf að
halda, þar sem er úr svo stórum hóp að
velja.
(Fish Trades Gazette),
Balmagnsljós undir Litla-Belti.
Hreyfing álsins. Um tíma hefir það
vakið mjög mikla eftirtekt að Danir eru
að gera tilraun til að stemma stigu við að
állinn leiti til hafs úr Litla-Belti í Dan-
mörku. Það þykir fullsannað að állinn
hverfi burtu úr Austursjónum þegar hann
er fullvaxinn, gegnum Bellin og út í Atlants-
haf, þar sem liann gýtur hrognunum í haf-
inu milli íslands og Skotlands, og leiti
þaðan svo ekki aftur til sama staðar. Eggin
verða að hinum svo nefuda glerál, sem
berasl með strauinunum upp að ströndinnL
smj'gur liann svo þaðan inn í firði og voga.
Þegar hann er svo orðinn þroskaður
og einhvers virði til manneldis, fer hann
aftur út í Atlantshaf. Á þennan hátt hverf-
ur í burtu mjög mikið fé sem annars gæti
verið notað.
Állinn er liræddur við ljós, hann þorir
ekki einu sinni að láta bera á sér í tungls-
ljósi. Það er því verið að útbúa rafmagns-
ljósvegg á botninum í Litla-Belti, sem
stemmi stigu við burtför álsins og flæmir
liann inn í álakvíarnar. Yfir þvert sundið
er lagður þráður á botninum með liðugum
50 rafmagnsglóðalömpum, sem fá Ijósmagn
sitt frá »Dynamoe«, sem er uppsliltur öðru
megin. Þetta á að standa þangað til í
miðjum nóv., þá er ætlað að göngu álsins
sé lokið,
Ef fyrirtækið heppnast, er gert ráð
fyrir að gera samskonar tilraunir annars-
staðar, við Eyrarsund, Limafjörð, Stóra-
Belti og viðar, og er búist við, að þetta
hafi mjög mikla þýðingu fyrir álafiskiveið-
arnar í Danmörku eftirleiðis, sem er svo
mikil tekjugiein fyrir landið.
(Eftir »Politiken«).
Frönsk flskiveiðanefnd.
M. Thomson, hermálaráðherra Frakka,
hefir tjáð það opinberlega; að fiskiveiðar
þeirra í ár hafi gefið slæman árangur. Hann