Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1906, Síða 11

Ægir - 01.07.1906, Síða 11
ÆGIR. 7 í»Fiskeriberntningen for 1901—92«,bls. 246, er þess getið, að við rannsóknirnar á »Diönu« 1898 og 1899 hefir fundist þorskur við Asturland, kominn að gotum, fyrri hluta maimán., en ekki nefnt, hve mikil brögð voru að þvi. Þegar eg fór um Austurland 1898, var það að eins á tveim stöðum að menn þóttust hafa tekið eftir óhrygndum þorski, sem sé i Borgarfirði og Mjóafirði, á síð- ari staðnum þó því að eins, að fiskur kæmi snemma vors (fyrir miðjan ein- mánuð). — Það er því allmerkilegt, að maður nokkur í Sej'ðisíirði, Friðbjörn Holm að nafni, veiddi í vor frá 6. til 11. maí 60 þorska í net þar í firðinum innar- lega, er flestir voru ógotnir, nokkrir með hrognum, sem farin voru að losna (óæt), en flestir með sviljum. Samtimis lagði annar maður þar lóð, en varð ekki var við fisk. Hvort nú þesskonar óhrygndur eða hrygnandi netafiskur gangi að jafnaði i firðina eystra á vorin, er ekki gott að vita að svo stöddu; en ekki er líklegt að mikil brögð séu að því, úr því að aldrei hefir orðið vart við ung þorskseiði þar úti fyrir á »Thor«. Má vera að svona got- fiskhlaup komi stundum sunnan með, frá hinu eiginlega hrygningarsvæði fyrir suð- urströndinni. Orsökin til þess að þorskurinn gýtur aðallega á svæðinu frá Hornafirði að Aðalvik (sérstaklega milli Dyrhólaeyjar og Snæfellsness) er óefað sú, að aðeins á þvi svæði er sjávarhitinn nægilegur fyrir hrygn- inguna, og að hrygningin fer seinna fram norðurmeð Vesturlandi, hlýtur að stafa af því, að hitinn er ekki fyrri orðinn nægi- legur þar. Alt fram til aprílloka er hitinn í sjónum úti fyrir Vestfjörðum mjög lágur, kringum 1° að eins, en síðari hluta marz er hitinn í sjónum milli Vestmannaeyja og Reykjaness þegar orðinn 4—6° C. Kverkunarvél. í »Norsk Fiskeritidende«, 5. h. 1906, er sagt frá og sýnd mynd af kverkunarvél, vél til að kverka síld með. Vélin er ný- lega fnndin upp í Noregi og Bryns Jærn- stöberi pr. Kristiania hefir keypt einkaleyfið til að smíða hana. Hún er knúin áfram með vélaafli og á að geta kverkað 48000 síldir, eða nærri því 140 tunnur, álOtím- um. Vélin er lítið reynd enn þá og því eigi gott að vita, hvernig hún muni gefast. Kostur er það talinn að síldin muni ekki merjast við kverkunina, en það er einkum sagt mikils uni vert, þegar um íslenzka (norðlenzka sumarsild) er að ræða, því að hún er svo veik fyrir. Um verð á vélinni er ekki getið. B. Sœm. Skýrsla Bjarna Sæmundssonar um rannsóknir hans á fiskiveiðum, er nú komin út. Er hún að vanda mjög fróðleg og sýnir vand- virkni hans og athygli. Er sjómönnum nauðsyn að lesa hana. Hér í blaðinu birtist ágrip af því er hann ritar um lifn- aðarhætti þorska. Dagfari segir að mokfiski hafi verið á Austfjörð- um í júnímánuði. Getur hann þess að vélabátur hafi fengið 1200 fiska væna á hálfum sólarhring. Vélabátur frá Svina- skála fekk hátt á annað þúsund fiska á einni nótt. En tveir vélabátar frá Kon- ráði Hjálmarssyni á Brekku í Mjóafirði fengu fjörutíu og fimm skippund á rúmri viku. — Síldarveiði var og nokkur i Reyðarfirði.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.