Ægir - 01.09.1907, Side 8
32
Æ G I R.
Verð á síld er eflir því sem frézt hefir
dágott.
Botnvörpuskipin,
sem heima eiga liér, liafa fiskað mjög
lítið í sumar, vart fyrir útgjörðarkostnaði,
og gufubáturinn »Geraldine« eign Th. Jen-
sen kaupm. og íleiri, sem fiskað hefur með
lóðum, hefur einnig fengið lítinn alla.
Skýrsla um fiskafla við New-Foumlland
síðastl. ár er nú út komin og gefur mjög
nákvæmar upplýsingar um allan afla þar
á liðnu ári og verðmæti hans. Fiskimið-
in við New-Foundland eru, eins og menn
vita, stærstu í lieimi og ná yfir um 20
breiddarstig um 300 mílur danskar eða frá
George-Bank til fninnis Hudsonsflóa. Út-
íluttur íiskur hefur uumið 7,907,474 doll.
eða hér urn bil 39^/4 mill. lcr. Mestallur
fiskurinn var saltaður óg þurltaður og
sendur til Brasilíu, Portugal, Italíu, Spán-
ar og Englands. Útfluttur nýr fiskur nam
að eins 280 doll. eða hér um hil 1064 kr.
Margar tilraunir hafa verið gjörðar með
sendingu á nýjum fiski í ís, en það hefur
jafnan gefist misjafnlega af því vegurinn
hefur verið langur, sem llytja þurfti.
I New-Foundland verkar hver maður
sinn íisk sjálfur, gæðin á fiskinum verða
því mismunandi eftir því sem hver er
vandvirkur.
Síldaraflinn þar hefur í all orðið 146000
tunnur eða 344,195 dollara virði = 1,290,-
730 lcr. Mest hefur selst lil Bandaríkjanna
þar saltað i lest um 46,000 tnr. Iátið í ís
33,000 tnr. en 67,000 tnr. hafa verið salt-
aðar í tunnur og flutt til Canada, þess má
geta, að við New-Foundland er aðalálierzl-
an lögð við þorskfiskið, en síldveiði er þar
lítið slunduð, og í skýrslum þessum hvet-
ur stjórnin til að gjörð sé meiri gangskör
að síldveiðinni. Eftir því sem skýrt er frá
er þar mjög mikið af síld alstaðar við
strendurnar, en enn þá er veiðin að eins
stunduð á Ijörðum og víkum upp við land-
steina. Það sem vantar, er regluleg rek-
netaveiði segja skýrslurnar.
Hvalveiðin, sem fyrir nokkrum árum
byrjaði þar svo vel og gaf mjög mikinn
arð, virðist nú vera í stórri hnignun eins
annarsstaðar svo livalveiðafélögin liaía nú
tapað stórfé. Skýrslan yfir hvalveiðina
síðustu 3 árin er svona:
Ár. Útgjörðir. Hvalir. Lýsi, gallon.
1904 14 1275 1,788,304
1905 17 892 1.259,082
1906 14 429 537,011
(The Fish Trades Gazette).
Nýtt síldveiðafélag.
Fyrir nokkru síðan gátum vér þess, að
fundið var upp nýtt veiðarfæri til að fislca
síld, sem væri nokkurs konar varpa eins
og hotnvarpa, er mætti hafa svo djúpt og
grunt í sjónum sem vildi.
Nú hefur félag myndast i Harhurg á
Þýzkalandi, er ætlar að reyna þessa að-
ferð með gufuskipi og ef það hepnast, þá
að láta stunda þannig lagaða veiði með
fieiri gufuskipum. Árangurinn af þessari
tilraun verður gaman að heyra.
Frá byrjun júlí í fyrra til sama tíma i
ár hafa Þjóðverjar mist mjög mikið af síld-
arskipum og veiðarfærum. 14 skip liala
farist alveg með 72 manna, eða 12 kúttarar
og 2 gufuskip. Netatjónið hefur einnig
orðið mikið, einkum í stormum í okt. s.l.
liaust, Aðeins eitt félag, Neptun-félagið í
Emden tapaði netum, sem nam 150,000 kr.
og Bremen-félagið fyrir 120,000 kr. og
önnur félög lilutfallslega.
Síldarskipafloti Þjóðverja er nú sem
stendur 228 skip, en öll fiskiskip þaðan
eru 182 gufuskip með 2100 manns og 441
seglskip með 4334 mönnum.
The Fish Trades Gezette.
Prentsmiöjan Gutenberg.