Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1908, Blaðsíða 3

Ægir - 01.06.1908, Blaðsíða 3
Æ G I R. 99 sárasta tilfinning, sem til er í mannseðlinu. Og' einkennilegt er það í þessu sambandi, að Grikkir, sem einna jafn-vitrastir hafa verið allra þjóða, þeir láta ástagyðjuna vera upp stigna af ðldum sjávarins. — Og í fornum sögnum suðurlanda og mið- Evrópu er hinn seiðandi kraftur liafsins persónu-gerður í líki dýrðlegrar meyjar, sem að neðan endar i hákarls-sporði. — Og þrír.af mestu ástar-skáldum seinni tíma hjá Norðurlanda-þjóðum, sinn hjá hverri þjóð, yrkja hina fegurstu söngva um hafið og til hafsins, eins og þeir hefðu verið heillaðir af hinum töfrandi krafti þess. Einkennilegt er það tvent til samanburðar — annars vegar: að þessir menn allir eru hinir mestu víndýrkendur, sem leiðir mig að líkingunni milli víns og hafs, — og hins vegar eru þeir þó að lyndis-einkunnum ærið ólíkir sín í milli, sem hendir á, að hinar ýmsu dásemdir hafsins hafi töfrað þá. Nafn-kunnastur þessara söngva er svana-söngur enska skáldsins Byrons til hafsins, er endar svo (í þýðingu Gr. Thomsens): »En livorl þú geysist fram í ofur-beldi eða þú bærist ekki, kyr og rór, erlu þó ávalt eins, hinn mikil-feldi almátlugs drottins spegill, blái sjór. — Sæmir þjer einnig umgjörð há og stór; en liún er: konungs-öll og keisara-veldi«. Þegar borin er nú saman afstaða lands- ins og sjávarins, sést það og hrátt, að það er sjórinn, senr hefir hið sanna töfra- aíl að gejuna. Að sönnu er landið fjöl- hreylilegt, þar sem skiftast á: hvítir jökul- hnúkar, hláir tindar, grænir vellir, tigu- legar og reisulegar horgir, hávaxnir skógar, svipmikil hraun og blómlegir dalir. En einkennilegt er það, að það sem fegurst er á landinu, og þar er prýðin mest, er einmitt það, sem skyldast er sjónum. En það er hin skæra fegurð fjallavatn- anna, tignarkraftur fossanna og hin æsku- ferska straumprýði áinna. Því svo fag- urt, sem landið getur verið, þá er þó eins og fegurð þess sje fjötrum bundin; liún er eins og stirðnuð, — líkt og hraun- steinninn, sem að visu er í eðli sínu ó- frjór og kaldur, en getur þó orðið mosa orpinn og loks blómum gróinn, — — eða eins og eitthvert rósum prýtt risa- líkan fegurðarinnar! — Alt öðru gegnir með sjóinn. Því fyrst og fremst heflr hann aila þá prýði að bera eða flesta sem landið hefir. Hann hefir hlómalit rósalundarins í morgun-bjarmanum og kvöld-roðanum, þegar sjálfur himininn kyssir hafsins dís. Hann hefir kynjakraft og seið-magn fossanna í brim-soginu, er sverfur og molar hlágrýtis-hjörgin líkt og mold eða mjöll væri, en hinn þungi niðar- óður seiðir að sér sálir mannanna með duldu segul-afli; og hefir þessi eilífi kraftur sjávarins vafalaust verið orsök þess, að ýmsir heimspekingar hafa álilið, að með tímanum mundi alt land að lokum hverfa í hafsins skaut. Sjórinn her enn fremur íign og fegurð stór- horganna í hinum stórfelda og ægilegu ísjökum heimskauts-hafanna. Hann hefir hátign og heiðblæ jökulsins og blátinds- ins í hinum himingnæfu og hvítfyssandi úthafs-öldum. Lindarinnar létta hvísl mætir oss í bárunnar hliðu ljóðum. En hinn töfrandi hjarmi stöðuvatnsíns ljómar mót oss al’ hafsins dýrðlegu sléttu í logni eins og gegnum stækkunargler skoðuð, ,þegar Huldur hlundar á bláu sogni' eins og Gr. Thomsen kemst að orði. Og þá verður hið óyfirsæja skinandi djúp, — sem dregur hugann úr fjötrum takmark- anna út í óþrotleikans g'eim, — spegill guðs, sem ég nýlega hafði eftir Byron, eða sönn ímynd drottins, eins og finska skáldið Rúneherg kemst að orði. — En þegar hafsins jötunn, sem Rúneberg kallar hafrótið, stígur fram á sjónarsviðið,

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.