Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1912, Blaðsíða 2

Ægir - 01.04.1912, Blaðsíða 2
42 ÆGIR. menningssjónir fyrir lok næstu verlíðar eftir. En yfirlitsskýrsla kæmi þvínæst eftir hver árslok. — Ef skýrslur þessar eiga ekki að vera kák eitt, verður að vinda í þá átt sem nú var greint og gera það með lög- um, sem innihalda hæfileg sektarákvæði í þeirra garð allra, sem tefja fyrir fram- kvæmdunum. Rað þarf ekki að taka það fram, því að það má öllum vera ljóst, að því styttra sem skýrslutímabilið er, því rjettari og þarafleiðandi gagnlegri verða skýrslurnar. En það verður víst ekki sagt að skýslurnar, eins og þær eru nú, að sjeu mjög nákvæmar, þær geta einu sinni ekki kallast nokkurn veginn rjettar. En þess ætti þó að minsta kosti að mega krefjast, þegar bíða verður eftir þeim á þriðja ár. Að sumu leyli eru skýrslurnar óþarf- lega nákvæmar. Vjer verðum að telja það óþarfa að telja upp nöfn alla þeirra skipa, sem skýrslan kall'ar fiskiskip. Þar eru tal- in upp með nöfnum skip niður að 6 tonna stærð, hásetatala, lengd veiðitímans og nafn útgerðarmannsins. Hver meining er með þessu vitum vjer ekki, þegar ekki eru nefnd á sama hátl allar fiskifleytur niður að þessari stærð. En það er alls ekki gert. Líklegt er að meiningin sje sú, að nefna með nöfnum þau, sem kölluð eru skip, en nefna ekki nöfn þeirra, sem kölluð eru bátar. En þelta er misskilningur. Allur fjöldi mótorbáta, sem gengur til fiskjar hjer sunnanlands t. d. í Vestmannaeyjum hafa fullkomið þilfar og eru frá 8—12 tonn að stærð. Hví eru þeir ekki taldir á sama liátt og þau fiskiskip, sem skýrslan nefnir. Það er 1. d. eins fróðlegt að vita nafn út- gerðarmanns, hásetatölu og veiðitíma þess báts sem gerður er þar út og aflar 30—40 þús. eins og einhverrar fleytu á Akureyri, sem fær undir 200 lunnum hákarlslifrar eða 10—20 þús. fiska. Slík upptalning, sem áður er nefnd er með öllu þaiflaus fyrir utan það, hvað ósamkvæmnin er mikil í skýrslunni. Það sem þörf er á að vita er þetta: liversu mörg og hverskonar skip ganga til fiskjar, hásetatölu til samans, lengd veiði- tímans og á hvaða tíma veiðin er rekin, aflaupphæðina (þyngdina), tegund fiskjarins og tölu útgerðarmanna. Þá viljum vjer minnast fám orðum á fiskiveiðaskýrslurnar í sambandi við skýrsl- ur yfir útflutlan fisk og fiskiafurðir. Oss virðist það vera rjettast að flokkun á fiski og fiskiafurðum í skýrslum þessum báðum sje i fullu samræmi, en svo er ekki. í fiskiveiðaskýrslunni er flokkunin þannig: Afli á fiskiskip: þorskur, þyrsk- lingur, }rsa, langa, heilagfiski, aðrar fiski- tegundir (trosfiski). Afli á báta: Flokkun sama, nema heilagfiski er felt burt. Hvers vegna, er ekki gott að vita. Ef til vill er heilagfiski aflað á báta talið undir Iros- fiski? En ósamræmi eins og þetta á ekki að eiga sjer stað. Trosfiski á að fela í sjer eitl og hið sama í báðum lilfell- um. — í verslunarskýrslunum er fiokkunin þessi: 1. þorskur, 2. þyrsklingur, 3. ýsa, 4. langa, ufsi og keila, en heilagíiski er ekki nefnt sem útflutningsvara. Það virðist rjettara að lelja einnig í aflaskýrslunum ufsa og keilu í sama flokki og lönguna en bæta lieilagfiski við i út- flulningsskýrsluna. En að minnsta kosli að hafa fult samræmi í öllum skýrsl- nuurn. í aflaskýrslunum er hvergi minst á hrogn og sundmaga, það færi vel á því að þessar fiskiafurðir væru nefndar þar, eins og í verslunarskýrslunum. Vjer látum oss nægja að sinni þessar athugasemdir og vonum, að þær verði tekn- ar lil góðgjarnlegrar yfirvegunar af rjettuin hlutaðeigendum. Um leið og vjer viljum

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.