Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1912, Blaðsíða 12

Ægir - 01.04.1912, Blaðsíða 12
52 ÆGIR. 1912 1911 AIls fiskað 54,3 milj. 28,2 milj. Þar af saltað 39,6 — 21,0 Meðallýsi 42,243 lil. 20,023 hl. Annað lýsi 6,715 — 4,502 — Hrogn 50,816 — 36,834 — í þessari aflahæð er Finnmerkurfiskið að eins talið með til 1. marz. Að tölunni til er aflinn nær hálfu meiri en árið 1911 og 1910; en nú kvað fiskurinn vera rýrari en siðastliðin ár. Andvirði Norskra flsk- og sjávarafurða, er fluttar voru til Bretlands hins mikla og írlands var árið 1908 kr. 13.837.320 — 1909 — 15.029.028 — 1910 — 17.241.786 — 1911 — 17.246.124 Þeir eru íljólari á sjer með verzlunar- skýrslur sínar, Norðmenn en vjer. Norðmoun fluttu út fisk og íiskiafurðir árið 1901 fyrir kr. 49.026.000 1902 — — 56.160.000 1903 — — 53.472.000 1904 — — 52.760.000 1905 _ _ 57.710.000 1906 — 64.685.000 1907 — — 63.963.000 1908 — — 62.169.000 1909 — — 75.296.000 1910 — — 89.753.000 Berum saman verðmæti útflutts íiskjar hjá oss, annarstaðar í blaðinu. Af íslenskri síld var árið 1911 flutt til Kaupmanna- hafnar 14.348 tunnur. Svo segir »Fiskels Gang«. En af norskri síld 53.402 tunnur. Fiskiveiðasýningin í Khöfn. Norðmenn veita 7,000 kr., sem verja á til styrktar þeim fiskimönnum sem sækja vilja sýningu þessa. Sýningin verður hald- in dagana 25., 26., 27. og 28. júlí. Sýn- ingarnefndið sjer fyrir því, að íiskimenn er sýninguna sækja geti fengið húsnæði og fæði fyrir 10 kr. hver í þessa 4 daga og ókeypis aðgang á sjminguna og þau hátíðahöld, sem henni verða samfara. Fiskiafli Rússa, í »St. Petersburger Zeitung« er þess getið, að fiskiveiðum Rússa hnigni stórum. Árið 1893 var það reiknað út að fiskiafl- inn væri um 44 milj. pud. (1 pud. = 16, 38 kg.), en árið 1907 var aflinn að eins 29,8 milj. pnd. En þólt aflinn sje minni er varan orð- in í svo háu verði, að peningagiklið er hjerumbil eins, nfl. 1893 65,4 milj. rúblur en 1907 62,4 milj. rúblur. En við það, að innanlands fiskiveið- arnar hafa minkað, hefur innflutningur af fiski aukist stórum. Árið 1890 var flutl inn um 10 milj. pud. Fiskimagn landsins þverrar og stórum í öllum landshlutum, en einkum gengur styrja og laks til þurðar. Rýrnun síldaraflans við Kaspihafið kvað koma tilfmnanlega við allan alinenn- ing þar um slóðir. í kring um 1880 feng- ust þar urn 300 milj. stk. af síld, en nú að eins 70 milj. Að fiskimagnið þverrar svona, er talið koina af ónærgætinni veiðiaðferð, það er rekið ránfiski, öll höft sem finnast í lögum þar að lútandi, kváðu að eins vera á pappírnum. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.