Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1912, Blaðsíða 9

Ægir - 01.04.1912, Blaðsíða 9
ÆGIR. 49 aö hugmyndinni um salleinokun. Hverjar væru þá þær mikilvægu málsbætur, sem gerðu kola- einokun rjettlátari en salteinokun? Aöallega það, aö meö þvi fengjust tekjur i landssjóð án þess aö landsmenn fyndu til þess! Kolin yröu cigi dýrari með einokun. Auövitað mundu landsmenn fúsir aö bæla landssjóði áfengistollsmismuninn með nýjum gjöldum í landssjóö. Auk þess vafasamt hvort rjett er, að kolin veröi ódýrari eltir einokunina* Lituin á frumvarpiö og tökum dæmi. Kol þau, sem leyfishafi á aö selja i Rvík fyrir 20 kr. smálestina, öllum nema útlending- um (þeim hærra) kosta samkv. nefndarálitinu komin hjer á höfnina 15 sh. 9 pence smálestin, eða ca. kr. 14.20. Þegar búið er aö koma kol- unum á land gæti kaupmaður, i frjálsri sam- kepni, sjálfsagt sell kolin með bærilegum hagn- aði á kr. 18.50, eins og þau og voru seld í fyrra sumar er kolaverð og farmgjald var það, er nefndin byggir á. Úr »hulk« á liöfninni yrðu þau áreiðanlega undir 18 kr. Þessi kol eiga að kosta undir einokuninni 20 kr. minsl. Einok- unargjaldið í Iandssjóð kr. 1.50 verða þá lands- menn að borga og auk pess nokkuð í vasa lcyfishafa. í Dalasýslu tclur ncfndin koiaverð hafa verið hæst undanfarin ár, tæpar 10 kr. smál. að meðaltaii. Verða þau ódýrari þar, ei'tir að einokunin er komin á. Fyrir því er engin trygginí?) Þv* Þar cr enginn sölustaður og þar má taka fyrir kolin hvaða verð sem póknasl. Hvar er trygging þess, að leyfishafi geri landi og Iandsmönnum eigi stórtjón með misbrúk- un á leyfinu og vanhöldum á samningnum. 36.000 kr. bankatrygging? Hver trygging er það því miljónatapi sem menn gela orðið fyrir ávcrtiðinni t. d. Nefndarmenn segja að þá sje hægt fyrir stjórnina að gefa írjálsa verslunina- í því engin trygging. Þvi stjórnin getur eigí gripið til sliks, ncma slegið hafi verið föstum samningsrofum frá leyfishafa hálfu. Hver er leiðin til þess? Samkv. 14 gr. á málið fgrsl að fara i gerð og svo má skjóta málinu til dóms- stólanna ef ágreiningsefnið nemur meiru en 1800 kr. Þekkjum hversu fljót dómsfólaleiðin er. Og hvilíku ógurlegu tjóni geta landsmenn eigi hafa orðið fyrir á þeim tíma ? Ekki 30.000 kr., lieldur hundraðfalt meira. Og samkv. 11. gr. á það, aö verkfall verður í 'ókotlandi, þótt unnið sje i námum í öllum öðrum löndum heims, að leysa leyfishafa frá skjddum sinum samkv. sainningnum! Þctta eru aðeins örfá atriði. Málið skiftir eigi aðeins kaupmcnn, eins og slegið hefir verið fram, heldur alla sem unna frjálsum viðskift- um, blómgun verslunar og atvinnuvega, fram- þróun landsins og Iramtakssemi i Iandinu. Renédikt. Sveinsson: Hann sagði að forvígis- menn og andmælendur kolaeinokunarinnar ættu ójafna aðstöðu á þessum fundi, þar sem öðru megin væri nefndarmennirnir, sem verið hefðu að fjalla um þetta mál liðlangan velur- inn, en hinsvegar menn, er ekki liefðu sjeð frv. fyr en í dag. Fundarmenn mættu ekki láta það blekkja sig, þótt nefndarmenn gætu slegið um sig tilvitnunum um einstök atriði; andmæl- endur yrðn aö binda sig við að ræða málið alment í þetla sinn. Bað menn að íhuga þrjú atriði, er sjer fyndust mjög athugaverð. --- í 1. jlagi væri hjer tekið upp það iskyggilega ný- mæli að selja útlendingum kol hærra verði en öðrum og hlyti það að verða mjög óvinsælt og aðrar þjóðir mundu virða slíka hlutdrægni iil fjandskapar. Gæti enginn sjeð eða sagt fyrir, hvern skaða sá ójöfnuður gæli gert landsmönn- um, er væru svo mjög upp á nágrannaþjóð- irnar komnir, að t. d. allar samgöngur til lands- ins væru í þeirra höndum o. s. frv. og þeim því i lófa lagið að ná sjer margfaldlega niðri. — I öðru lagi væri mjög örðugt, ef ekki ómögu- legt, að fá trygging fyrir þvi, að kolin yrði vönduð og ósvikin, auk þess sem ein kolateg- und fullnægði ekki þörfum allra; til sumra nota væri þessi kolategund hentust, til annara liin. — 1 3. lagi væri þess að gæta, að almenn- ingur væri andvigur tollum og álögum á nauð- synjavörum. En hjer væri ekki einungis lagsl á nauðsynjavöru, heldur pá nauðsynjavöru, sem væri nokkurskonar hyrningarsteinn eða undirrót verklegra framkvæmda í landinu. — Væri það afarvarúðarverð stefna. Þing og stjórn yrðu að varast það i lengstu lög, að gera landssjóð — þó hungraður væri—að þeim Niðhögg, scm legðist á ræturnar undir veiga- mesla atvinnurekstri og framleiðslu þjóðar- innar.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.