Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1913, Blaðsíða 2

Ægir - 01.07.1913, Blaðsíða 2
70 ÆGÍR seljendur nýrra mótortegunda eða umboðsmenn þeirra, láti fylgja vélunum nákvæman leiðarvisi á íslensku um alla meðferð og hirðingu þeirra. 5. Breytingar á lögum Fiski/élagsins. a. A eftir fyrri málsgreininni í 7. gr. laga Fiskifélagsins komi: Auk þess er hverju deildarfélagi heimilt að scnda 1 fulltrúa á Fiskiþingið, og hafi þessir fulltrúar tillögurétt og málfrelsi en ekki at- kvæðisrétt. En allan kostnað við ferð hans og dvöl á þinginu greiði hlutaðeigandi deild. b. í síðari hluta 7. gr. laga Fiskifél. á eftir orðunum »eru kjörnir fulltrúar fyrir það« komi: »en þó má að eins vera 1 fulltrúi frá hverri deild«. c. Á eftir orðunum »að nemi minst */« af télagatölu þeirra«, í niðurlagi 17. gr. laga Fiski- félagsins komi: »að undanskildu tímariti félags- ins, Ægi, en það fær hver deildarmeðlimur, sem gerist kaupandi þess fyrir að eins hálf- virði«. C. Breyting á lögum Fiskiveiðasjóðsins. Fiskiþingið skorar á Alþingi að breyta lög- um 10. nóv. 1905 um stolnun Fiskiveiðasjóðs íslands í þá átt: a. Að á eftir orðunum í 1. grein téðra laga »við stofnféð bætist«, komi: »— alt sektafé fyrir ólöglegar veiðar i landhelgi og nettó and- virði als upptæks aíla og veiðarfæra botnvörp- unga og síldarskipa, enn fremur 25°/o af vöru- tollinum af salti og kolum. b. Að siðasti liður 4. gr. orðist þannig: »Landsstjórnin skal leita álits Fiskifélags ís- lnnds um lánveitingar, styrkveitingar og verð- launaveitingar þær er um ræðir í 3. grein«. 7. Lánsdeild Fiskiveiðasjóðsins. Fiskiþingið æskir þess, að Iánsdeild sú, er stofnuð var með lögum 16. nóv. 1907 við Fiski- veiðasjóðinn, verði látin taka til starfa hið allra fj’rsta. 8. Um út/Iutningsgjald a/ fiski. Fiskiþingið væntir þess, að Alþingi hlutist til um það, að lögin um útílutningsgjald af fiski og öðrum sjávarafurðum, gangi jafnt yfir út- lenda menn sem innlenda, og að gjaldið sé tekið aí öllum útfluttum fiski, hvort sem hann lielir verið lagður á land eða í skip á höfnum til geymslu eða umhleðslu. 9. Skatlar og fiskiveiðar útlendinga. Fiskiþingið er mótfallið að gerðir séu nokkr- ir samningar við aðrar þjóðír, sem veiti þeim ívilnanir í skattalögum landsins eða lögum, sem snerta flskveiðar útlendinga hér við land. 10. Eimskipafélagið. Fiskiþingið skorar á Alþingi, að styðja vænt- anlegt »Eimskipafélag ísíands« eftir því sem það sér sér fært. 11. E/tirlil úr landi með landhelgisveiðum. Fiskiþingið er eindregið meðmælt, að Alþing- isfrumvarpið »Um samþyktir um eftirlit úr landi með fiskiveiðum úr landhelgi« verði sam- þykt sem lög frá Alþingi, með þeirri breytingu á 5. gr. þess, að í stað orðanna: »alt að einnar krónu« komi: »alt að tveggja krónu«. 12. Vilamál. Með þvi að í fjárlagafrumvarpi landsstjórn- arinnar, sem nú er lagt fyrir Alþingi, er gert ráð fyrir fjölgun vita, og ekki liggja neinar beinar tillögur fyrir Fiskiþinginu um byggingu nýrra vita, þá skal tekið fyrir næsta mál á dagskrá. 13. Kaup á eldri árg. Ægis. Fiskiþingið samþykkir, að stjórn félagsins veitist heimild til, að kaupa eldri árg. fiskirits- ins Ægis, þó ekki yfir 35 aura hvern árgang. 14. Peningamál. Par eð Landsbankinn hefir alt of lítið starfs- fé, og með því að peningaþörf landsmanna, sérstaklega þeirra er útveg stunda, útheimtir mikið fé, álítur Fiskiþingið brýna nauðsyn að bætt verði úr þessu hið bráðasta, og skorar á Alþingi að auka að stórum mun starfsfé Lands- bankans. 15. Válrygging sjómanna. Fiskiþingið leggur til að núgildandi lögum um líftryggingu sjómanna verði breytt á þá leið: a. Að vátryggingarupphæðin verði hækkuð að mun og verði ekki minni en 800 kr. b. Að öllum, sem sjó stunda verði gert að skyldu að tryggja líf sitt. c. Að stysti tími sem menn tryggi sig verði 4 mánuðir (1 ársþriðjungur). d. Að iðgjald fyrir ársþriðjunginn janúar—apríl sé 5 kr. maí—ágúst — 3 — sept.—des. — 4 — fyrir heilt ár — 10 — Af þessum iðgjöldum greiði útgerðarmaður einn fimta liluta (20°/0). e. Að lögskráning sé ekki skilyrði fyrir líf- tryggingu, en líftrygðum manni sé afhent sér-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.