Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1913, Blaðsíða 15

Ægir - 01.07.1913, Blaðsíða 15
ÆGIR 83 bragði séð hvað ætti að vera því til fyrir- stöðu að Páll fengi þetta einkaleyíi til þess að nota það sjálfur eða framselja það í hendur íslenzku félagi eins og hann kemst að orði. En binda mætti þetta leyfi því skilyrði, eins og hann sjálfur stingur upp á, að það yrði notað innan tiltekins tíma. Kaflinn um fiskverzlun í þessu erindi Páls, er allmerkilegur, því að hann bendir þar einmitt á eitt aðalatriði í viðskiftafár- inu hérlenda. Pessi kafli hljóðar svo: »ísland, einkum sjávarútvegur þess híð- ur stórtjón árlega (alt að 20°/o af verði útflutts fiskjar) við það. 1. að sala saltfiskjar og annara sjávar- afurða til erlendra notenda er dreifð meðal margra manna er vel fleslir ekki eru fjár- hagsborgarar íslands. 2. — að henni er ekki stjórnað með hagsmuni íslenzkra framleiðenda fyrir sjón- um. 3. Varan er ekki geymd hér þangað lil þörf notenda krefst hennar, heldur er henni veitt í blindni inn á markaðinn. 4. Geymsluhús hér á landi eru ekki eins fullkomin eins og þau eiga að vera, þótt þau, loflslags og hita vegna séu skárri en hinna erlendu milligöngumanna er nú skemma vöru þessa til stórljóns fyrir liér- lenda framleiðendar. 5. Fiskur og sjávarafurðir eru að vísu flokkaðar hér (vraget), en það vantar op- inbera tryggingu fyrir vigt og geymslu. Vöntun þessi fleygir »kredit« (lánstrausti) íslenzkrar verzlunar og útgerðarmanna yfir á hendur útlendra milligöngumanna og er traustmissir þessi (ca. 5 milj. króna á ári) því tilfinnanlegri, sem annað traust lands- ins við margra ára vanbrúkun er mjög skert. 6. Framanskráð er aðalorsök þess að útlendir menn er nú fiska hér við strend- urnar, standa sig við að flytja afla sinn til útlanda, verka liann þar og keppa við okkur á heimsmarkaði. Sé framanskráð o. fl. lagað, borgar það sig betur fyrir þá að selja okkur afla sinn til verkunar og meðferðar. Við það fengjum við þau á- hrif er okkur her að hafa á heimsverð saltaðra sjávarafurða. Eg vil ekki telja tölum það tjón sem ísland biður árlega við ólag þetta. Vel flestir þeir menn er við opinber mál eiga eru óvanir að sjá hvílík ógrynni fjár tap- ast við vanþekkingu á heildarmálefnum. Þeim hællir við að telja það öfgar er þeir ekki skilja. Menn sækja hér sjó, þó svo óslétlur sé að hann mundi vaxa mörgum þeim i augum, er nú tefla með hagsmuni okkar. Og aflaupphæðir okkar eru oft svo háar að okkur vaxa ekki í augum þær tölur sem ýmsir aðrir telja öfgar. En þegar lil heildarmálefna kemur, þá verða allar tölur öfgar i augum okkar og allar leiðir ófærar og það þótt við sjáum leið- irnar farnar af okkur minni mönnum. Spor tit umbóta í þessu efni er það: 1. — að íslenzkir útgerðarmenn og fram- leiðendur með verzlunarfróða menn (úl- lenda ef innlendir menn eru ekki til) í sinni þjónustu, myndi stórsölufélag is- lenzkra sjávarafurða. Félag það hafi reglu- gjörð samþykla af Alþingi og eflirlilsstjórn skipaða af því. (Fyrirkomulag, varasjóði og veltufé mun eg benda á ef mín verður leitað). 2. í sambandi við þessa og aðrar stór- söludeildir á afurðum íslands og slór- kaupadeildir á aðalvörum þeim er ísland þarfnast, séu bygð nútíma geymsluhús (Kreditoplag) er landið á eða eignast. Þau séu undir samsljórn Alþingis og deildanna. Við þau séu skipaðir opinberir cmbættis- menn, er í embættis nafni móttaka og af- lienda vörur. Hús þessi og vörur geymdar í þeim eru í vörzlu hins opinbera og njóta verndar og löghelgi sem opinbert fé. (Um

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.