Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1914, Page 6

Ægir - 01.01.1914, Page 6
2 ÆGIR vegi landsins, kemur sem þjófur á nóttu og þrátt fyrir allar athuganir, ómögulegt að giska á ferðalag hans. Til eru skýrslur um ísrek að strönd- um landsins og ná þær yfir 109 ár eða límabilið frá 1800—1892 og 1895—1910. Á þessum árum hefir ísinn komið að landinu á öllum ársins tima nema í októbermánuði, þann mánuð hefir aldrei orðið vart við ís á hinu nefnda tímabili, en tíðastur hefir hann verið hjer við landið í mánuðunum april og maí og þar næst í mars og júní, en þrátt fyrir skýrslur þessar, er ómögulegt að gera neinar ábyggilegar áætlanir um ferðalag hans, en af töflu þeirri er hjer fer á eftir sjest, að á móti einu íslausu ári koma 4 ísár og er þá ísinn á reki fram með ströndum landsins sjaldan skemur en mánaðartíma, oft marga mánuði. Fegar ís heflr sjest i fyrsta sinni í janúar hefir liann horfið — ár. Pegar isinn hefir verið við landið yfir 3 mán. hefir hann fyrst sjest — ár. ísinn kemur að landinu í mánuðunum. Hve mörg ár tímabilinu. ís við landið í mánuðunum. Hve mörg ár á tímabilinu. o p O Hv ►L ® § 4 LO o 0 oa »-*. æ 00 j-* o 6J co H-»■ 4^ lO 4^ to o Jan. i—^ 4^ co 4^ Febr. 4^ oo >—*• 45 Mars 1—-X co co o\ co April 42“ o o o Mai nd 5—1910. ►—* o Ol 42“ Júní o »-* to to Júlí Ol o to Ol Ágúst o o o 42“ Sept. o o o O Okt. o o o co Nóv. o to CO 42“ Ðes. Fyrsti dálkur töflunnar sýnir liversu oft og á hvaða tíma árs, is hafi sjest hjer við land á hinu fyrnefnda tímabili. Annar dálkur sýnir hversu oft ísinn hafi borið að landi og í hvaða mánuð- um hann hafi komið, þannig hefir hann komið 24 sinnum í janúar, 14 sinnum i febrúar og svo frv. Þriðji dálkur sýnir að þegar ísinn hefir legið við landið í fleiri en 3 mánuði, þá hefir hann sjest i fyrsta sinni í janúar, 14 sinnum, i febrúar 5 sinnum o. s. frv. Fjórði dálkur sýnir, að þegar ís hefir sjest fyrst í janúar, þá hefir hann horfið 3 sinnum í janúar, 5 sinnum í maí og júní og tíu sinnum legið fram í júlí og ágúst. Af þessum 109 árum eru þá: 22 ár íslaus. 32 — ís við landið ekki fullan mán- aðartíma. 23 — is við landið frá 1—3 mánuði. 32 — is við landið í íleiri en 3 mánuði. Öfl þau, sem knýja ísinn áfram eru straumur og vindur; ræður straumurinn þar mestu, því flötur sá, sem hann verk- ar á undir yfirborði sjávarins er miklu stærri en það sem upp úr stendur og vindurinn nær til, enda sjest það oft, að stórir jakar fara hratt á móti skörpum vindi, en þegar straumur og stormur leggja saman og verka á isinn í sömu átt, þá verður hraðinn opt svo, að und- ur þykja. Tíðast mun hafisinn fyrst koma að landinu við Hornbjarg á Ströndum, þeg- ar norðvestan og vestan stormar hafa geysað lengi. Frá Horni herst svo ísinn með straumnum austur á bóginn, og er þá hætt við að Húnafiói fyllist, nái ísinn að Skaga, því að straumur er þar að jafnaði inn með landinu. Sterkir aust- an og suðaustan stormar vinna það oft á að hrekja ísinn til hafs. Nái ísbreiðan

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.