Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1914, Síða 11

Ægir - 01.01.1914, Síða 11
ÆGIR 7 Jeg veit að þessi framburður er eigi málfræðislega rjettur, en sjeu orðin borin fram sem hjer segir, þá er það nóg, því allir sjófarendur sem ensku kunna munu skilja þau. Best er að hafa áttavita fyrir sjer, þegar þetta er lært og bera orðin saman við strykin, þegar búið er að læra einn fjórðung áttavitans, kemur hitt af sjálfu sjer. Stærsta skip trásins áriö 1843. Yorið 1843 hljóp skip af stokkunum í horginni Bristol á Englandi og var það hið mesta skip, sem til þessa hafði verið smíðað. Hugmyndin var að láta skipið heita »Mammoth«, en við það heiti var hætt og skipið kallað »Great-Britain« (Bretland hið mikla). Aft var skipið bygt úr járni, nema þilförin, sem voru 4 hvert upp af öðru, þau voru úr við, auk dyra og veggja í herbergjum. Lengd skips þessa var 324 fet og var það 100 fetum lengra en hið stærsta seglskip sem Englendingar áttu þá. Á breidd var skipið 51 fet, 32 feta djúpt og var burð- armagn þess 3200 smálestir. Á efsta þif- fari voru engin hús eins og nú tíðkast á gufuskipum, að eins var þar stjórn- pallurinn; var þettagerttil þess, að vind- ur stæði i sem minst, þegar skipið færi á móti honum. 4 vatnsheldir járnveggir skiftu lestinni í 5 hólf. Gufukatlarnir hvildu á 10 »kjölsvinum« o: járnbitum, sem voru 3 fet og 3 þumlungar á hæð. Annað og þriðja þilfar var ætlað far- þegum. Voru þar 4 stórir salir, oglengd allra matborða var að samanlögðu 350 fet, auk þessa voru 2 stór herbergi, ætl- uð kvenfólki eða fjölskyldum; skipsmenn höfðu og þar íbúð sína. Rekkjur fyrir farþega voru 360 að tölu að ótöldum öllum legubekkjum í sölunum, sem nota mátti í viðlögum. Kolarúmin tóku 1000 smálestir; 3 voru gufukatlarnir og tóku þeir til samans 200 smálestir af vatni. Vjelarnar voru 4, 250 hestkrafta = 1000 hesta kraftar. Þetta tröllaukna skip, sem þá var kallað, gekk fyrir skrúfu en ekki spaðahjólum; voru ýmsar breyting- ar gerðar á skrúfum og þær endurbætt- ar og reyndar, þar til hin rjetta fanst. Til þess að reyna skrúfurnar, var fengið gufuskip, sem »Archimedes« hjet. Skrúf- urnar voru látnar á og teknar af, meðan verið var að reyna hinar ýmsu tegundir, og það lag valið, sem var á þeirri skrúfu, sem knúði »Archimedes« hest áfram. Skrúfan, sem knúði skipið, var 16 fet að þvermáli. Ferð þess var 12—13 mílur danskar á vökunni, en í góðum og hagstæðum vindi, þegar öll segl voru uppi, var ferð þess alt að 16 milum. Skipið hafði 6 möstur og voru rásegl á að eins einu þeirra, á hinum voru gaffalsegl; hæsta mastrið var 95 fet á hæð og sjest af því, að það hefir verið lág- siglt i samanburði við lengd þess. Fyrir 71 ári síðan kölluðu Englending- ingar þett skip risavaxið og horíðu á það með aðdáun og undrun, en hvað mundu þeir kalla það nú. Sklik skip eru eigi framar kölluð stór. 71 ár hafa Englendingar verið að auka stærð skipa sinna 10 sinnum, því þótt til sjeu 2—3 45,000 smálesta skip, þá eiga þeir eigi mörg, sem eru 32,000 smálestir, Á morgun á hjer að stofna hið fyrsta gutuskipafjelag á íslandi. Fáir munu lifa eftir 70, sem muna eftir þeim degi, en skyldi svo verða, þá er ekki ómögulegt, að þeir þá geti sagt: »Á tveimur manns-

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.