Ægir - 01.04.1920, Qupperneq 1
ÆGIR.
MANAÐARRIT FISKIFJELAGS ÍSLANDS.
13. árg.
J.
i
N. P. Kirk.
F'æddur 7. maí 1882. Dáinn 16. október 1919.
Við stöndurn við og við í lífinu við
þau atvik, þar sem
okkur er helzt að
geði að þegja, stein-
þegja, og reyna að
hugsa og skilja, en
einmitt þau atvik eru
okkur svo óskiljan-
leg, að allar hugsan-
ir okkar standa fast-
ar; við þau atvik hef-
ir málið engin orð
fyrir tilfmningar okk-
ar, en semt skiljum
við hver annan vel,
ef til vill bezt, við
slík tækifæri.
Fyrirmörgum mun
þannig hafa verið
ástatt, þegar andlát
Kirks fréttist, þegar
hann var kallaður
hurt fyrirvaralaust, í
niiðju starfi sínu, í blóma lífsins; eg þyk-
!st vita, að tilfinningar hans mörgu vina
rnætast, þótt ekki séu þær sk)rrðar með
orðum.
Alargt var það sem hann átti eftir ógert,
°g þó hafði hann þegar starfað mikið;
Nr. 4-5
hann hafði meðal annars framkvæmt hið
mesta mannvirki, sem hingað til hefir
verið gert hér á landi, sem er Reykja-
víkurhöfn. Fegar allar persónulegar end-
urminningar um hann eru horfnar með
okkur, sem þektum hann, mun nafns
hans mynst í sambandi við verk hans.
En við allir, sem
þektum hann, mun-
um ætíð minnast
hans sem einstaldega
góðs manns, sem
tryggs vinar og fyr-
irmyndar verkfræð-
ings. Ilann var mað-
ur, sem með fram-
komu sinni þegar í
stað vann traust
þeirra, sem hann átti
við, enda sneru menn
sér úr öllum lands-
hornum til hans með
áhugamál sín, til þess
að leita ráða hans
og menn trejrstu áliti
hans, enda var það
ætið sprotlið af mik-
illi verkfræðilegri sér-
þekkingu og reynslu,
góðri skynsemi og jafnframt af trú á
framtíð landsins; en hann vildi aldrei
taka neitt tillit til »hreppapólitíkur« eða
hagsmuna einstaklinga á kostnað annara.
Kirk hafði mikla trú á framtíð lands-
ins; hann sá, að mikið liggur ógert hér.
Reykjavík, apríl —mai 1920