Ægir - 01.04.1920, Side 5
ÆGIR
37
á skrifstofunni, en 1. apríl tók skipstjóri
Kristján Bergsson við. Ákveðið er að
skrifstofan starfi til 1. júlí.
13. Leiðarljósin í Sandgerði. ÍJt af ýms-
u® umkvörtunum hefir forseti haft fundi
með eigendum Sandgerðis og á þeim
hefir ákvörðun um endurbætur vitanna
verið tekin.
14. Bátabryggja á Eyrarbakka. Eyr-
bekkingum hefir verið lofað, að þeim
skyldí sendur maður í vor til þess að
athuga þar bryggjustæði og gera kostn-
^ðaráætlun. Sömuleiðis heíir verið ráð-
gei't að láta athuga hvernig lendinga-
bótum á Langanesi (Skálum) yrði bezt
hagað og er sú ráðstöfum gerð út af
luéfi frá erindreka Austfirðingafjórðungs.
Erindrekar félagsins eru nú fjórir og
er« þær stöður veitlar frá 1. janúar
1920 — 31. desember 1921.
Erindrekarnir eru þessir:
Árni Gislason nýr, i stað Arngríms
Ejarnasonar.
Björn Jónsson, Akureyri.
Hermann Þorsteinsson, Seyðisfirði.
Horsteinn Gislason, Reykjavík, settur
frá 1. júli til 31. des. 1919, veitt starfið
frá 1. jan. 1920.
Hinn 1. okt. sagði Ólafur Sveinsson
vélfræðingur upp stöðu sinni við félagið,
eQ starfaði til ársloka. Staðan hefir síð-
an verið auglýst, en enginn gefið sig
fram.
Deildir félagsins voru um áramót 42,
félagar um 18-1900. Rétta tölu er eigi
auðið að tilgreina hér, þar sem fjórð-
ungserindrekar enn eigi hafa sent skýrsl-
Ur sinar.
Sjóður félagsins er i dag (14. april:)
^ hlaupareikningi i Landsbankanum
Kr. 32089,55
hJá gialdkera » 130,84
Kr. 32220,39
Er forseti hafði skýrt frá þessu var
fundi slitið þar eð engar umræður urðu.
Um þennan fund má segja hið sama
og um aðra árs- og aðalfundi, að und-
anskildum þeim, þar sem arði er úthlut-
að, að fleiri mættu ekki en þurftu.
Sigurjón Jónsson. Sveinbjörn Egilson.
Lyfjakistill sjómanna.
Eftir Steingrim Matthiasson
héraðslækni.
Samkvæmt ósk ritstjóra skal eg rifja
upp fyrir lesendum Ægis kafla úr fyrir-
lestri um sjúkrahjálp, sem eg hélt fyrir
sjómenn á Akureyri veturinn 1918.
—-------Búshagur sjómanna er það
betri en bænda í sveit að þeir hafa lyfja-
skrána um borð með hinum þarílegustu
hlutum og þurfa þvi ekki að senda hrað-
boða í kaupstaðinn í hvert skifti og mað-
ur fær kveisu eða meiðir sig eitthvað.
Heimili uppi í afdölum ættu að taka sér
þetta til fyrirmyndar og mundi oft koma
sér vel.
Eg hefi þó dálítið að athuga við lyfja-
kistilinn. Fyrst og fremst það að eg vildi
að fleira nytsamlegt væri í honum. Mér
finst sérstaklega vanta þá hluti, sem nú
skal greina; og vil eg ráða skipstjórum
til að útvega sér þá:
Sótthitamælir 1.
Ópíumsdropar 20 grömm.
Aspirin 20 skamta (á 1 gramm).
Kamillute 50 grömm.
Bórsýra 25 grömm.
Joðáburður 50 grömm.
Grisja eða sáralín 20 metrar.
Grisjubindi 10 stærri (8 metra X 12 cm.)