Ægir - 01.04.1920, Qupperneq 6
38
ÆGIR
do. 10 minni (5 metra X 7 cm.)
Vattplötur 5.
Þykkur pappi V* □ meter.
Flónelsbindi 2 (8 metrar X 10 cm.)
Brunabindi 2 (5 metrar X 10 cm.)
Þetta er það helzta, sem mér finst
vanta, og skal eg nú íara um hvern hlut
nokkrum orðum og um leið minnast á
það sem fyrir er i kistlunum og sjúkra-
hjálp um borð.
Sóithitamœlir er kominn nærri því á
hvert heimili og því er ekki síður þörf á
honum á skipi. Það er oft sem hitaveiki
dylst mönnum þegar lasleika ber að
höndum. Hinsvegar er nauðsynlegt að
vita vissu sina um það. Þurfi að vitja
læknis, þá er mikilsvert að geta frætt
hann um hitann, þvi oft er undir þvi
komið að læknirinn þekki sjúkdóminn
af lýsingunni. Það er hægt að mæla lík-
amshitann bæði í munninum, undir hend-
inni og i endaþarminum. Öruggast er að
mæla i endaþarminum, því hitinn er
nokkru lægri á hinum stöðunum. Bezt
er að bera vaselín eða sápu á mælirinn
áður, til að meiða ekki endaþarminn,
sem oft er viðkvæmur. Og áríðandi er
að stinga mælinum nógu langt inn, eða
nokkuð upp fyrir kvikasilfrið. 3 minútur
er nægilegur timi að bíða unz mælirinn
er tekinn út aftur.
Ópiumsdropar. Fátt finst mér siður
megi án vera en kvalastillandi lyfja þeg-
ar sjúklingur er langt frá lækni. Og það
er hreinasta undantekning að það geti
komið að sök að gefa manni inn ópíum.
Ópium getur oft stöðvað hina sárustu
verki af hvaða toga sem þeir eru spunn-
ir. Venjulega inngjöfin er 15—25 dropar
i skeið af vatni, en má þó vera alt að
35 dropum ef ekki hefir látið undan
minni inntöku nokkrum klukkutímum
áður. Ef þörf krefur má ítreka inntöku
alt að 3svar á sólarhring.
Algengust þörf fyrir ópíum er kveisa
eða sárir verkir i kviðarholinu. Slíkir
verkir geta stafað frá ýmsum innjTflum:
magakveisa, iðrakveisa, gallkveisa og
mjrnakveisa.
Algengt er að kveisa stafi af vindstíflu
i maga og görnum. í lyfjaskránni eru nú
að visu bæði kamfórudropar, rabarber-
dropar, laxérolía og laxérsalt. Öll þessi
lyf geta hvorl i sinu lagi læknað vind-
kveisu. Kamfóru- og rabarberdroparnir
koma oft róti á vindinn svo hann geng-
ur ýmist upp eða niður og hægðalyfin
gera það enn belur með þvi að hreinsa
garnirnar og með því máske uppræta
sjúkdóminn. En sé um a'lvarlega kveisu
að rœða, sem siafi af einhverri bólgu inn-
vortis eða segjum garnaflœkju, þá gera
j)essi lyf ekkert gagn, valda máske upp-
sölu og auka verkina eða — hvað verra
er — geta þau gert mesta ógagn með
þvi, að ýfa upp bólguna, auka hana og
útbreiða, eða herða á flækjunni.
í slikum tilfellum er ópíum bezta lyf
áður nái til læknis. Sérstaklega hjálpar
ópium vel við bólgu t botnlanganum, en
það er sjúkdómur, sem er orðinn íurðu
algengur. Verkirnir eru venjulega h. meg-
in í kviðnum neðan til, en geta verið
annarsstaðar. Ópíum slekkur oft þessa
verki, og bólgukastið getur við ópíums-
brúkun alveg liðið hjá. Aftur á móti eru
hægðalyf mjög varasöm og hafa oft kom-
ið illu til leiðar.
En það eru, eins og áður er sagt.
margskonar kvalir sem ópium getur lin-
að, og það hvar sem er i likamanum.
Satt er það, að ópium er til i lyfjakistl-
inum þó ekki sé það beinlínis nafngreint,
því í Dóvers skömtum er nokkuð af óp-
íum blandað saman við annað lyf. Við
sting fyrir brjósti eða taki eru Dóvers