Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1920, Blaðsíða 10

Ægir - 01.04.1920, Blaðsíða 10
42 ÆGÍft og græðandi. Séu þau ekki við hendina er gott að leggja við sárið sótthreinsaðar umbúðir eins og við venjuleg sár. Ef þær eru heldur ekki við hendina má sótthreinsa vasaklúta í sjóðandi vatni, vinda úr þeim ogl leggja yfir brunann þar til næst í annað betra. Forðast skal að þvo bruna upp úr nokkrum sótthreins- unarlegi, þar eð það veldur sviða og gerir ekkert gagn. Brunablöðrur skal ekki opna. Brunasár eru því alvarlegri sem þau eru opnari þar eð sóttkveikjur hafa fyrir það greiðari götu að þeim. Þá eru upptaldir þeir hlutir sem eg vildi að útvegaðir yrðu i lyfjakistilinn. Enn vil eg þó gera þá athugasemd við hin fyrri lyf, sem þar eru fyrir, að af þeim held eg, að enskur liepli plástur mætti gjarnan missa sig. Hann gerir sjaldan nokkuð gagn. Því ef um litlar skeinur er að^ ræða gróa þær jafnvel plásturslausar. en meiri og dýpri sár þurfa vandlegri hirðingar en svo að ldest sé yfir þau plástri. Reynslan er venju- lega sú, að plásturinn hindrar vessa úr sárinu og fyrir það vill fremur grafa i því. Vegna þessara reynslu hafa llestir læknar alveg hætt við að nota enskan hepti plástur. Hins vegar notum við margir aðra tegund hepti blásturs (collem- plastrum adhæsivum og leukoplast) sem fæst ýmist í stórum blöðum eða i mjó- um ræmum undinn upp á kefli. En þennan plástur leggum við ekki beint á sárið, heldur notum hann til að festa sáralín eða grisjuklút yfir það í stað þess að nota bindi. Þetta er mjög hand- hægt og oft þægilegra fyrir sjúklinginn að losna við bindisvaf. Það verður aldrei nógu brýnt fyrir öllum sem við sáralækningar fást, að við- hafa hið ýtrasta hreinlæti. Ef sá er sóði sem fer með sár, getur hann valdið mönnum ígerðum og blóðeitrun með því að smitta sárið með óhreinum höndum sínnm. Því á höndum óþvegnum getur úð og gi’úð af allskonar eitursýklum. Þess vegna er fyrsta boðorðið það, að snerta sem allra minst við sárunum, jafnvel þó hendur hafi verið þvegnar á undan. En sjálfsagt er að þvo sér fyrst og það vandlega, helzt úr volgu sápu- vatni, skafa undan nöglum og klippa þær, bursta hendurnar með handbursta, og þar á eftir þvo sér og bursta úr kar- bólvatni (þá kemur karbólið i góðar þarfir). Þurfi maður fyrst að draga ó- hrein klæði af sjúklingnum, er auðvitað þýðingarlítið að þvo sér vandlega áður en því er lokið. Blóðrás verður að stöðva áður en bundið er um. Venjulega tekst það með því að reisa liminn hátt, sem blæðir úr og þrýsta um stund að sárinu með sótt- hreinsaðri sárabómull eða sótthreinsaðri grisju. Á meðan getur maður með hinni hendinni þvegið hörundið kringum sárið. Þurkað það síðan með þurri sárabómull og penslað þar á eftir með joði að sár- börmunum. En ef blóðið spýtist út úr sárinu úr slagæð, þá verður að reira (með klút, trefii eða axlaböndnm) fast utan um liminn, nokkuð ofan við sárið, eða ef sárið er annarstaðar á líkaman- um, þá að styðja fast á holdið þeim megin sársins, sem nær er hjartanu svo að útæðin þrýstist saman, og vefja síðan umbúðunum fast að sárinu. Sótthreinsuðu umbúðabögglarnir eru tvivafðir í pappir. Er það til þess, að maður með óþvegnum höndum geti los- að um ytri pappírsumbúðirnar án þess að snerta innri umbúðirnar. Þær réttir hann ósnertar að þeim sem hefir þvegn- ar hendur, og getur hann opnað þær og lagt yfir sárið. — Á nýtízkuböglum eins og notaðir hafa verið í hernaðinum, er þó svo umbúið að hægt sé að opna

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.