Ægir - 01.04.1920, Qupperneq 15
47
ÆGIR
upplýsingar um, hver efni reynast
bezt, til að verja veiðarfæri fúa.
Fleira gerðist eigi. Fundi slítið.
Jón Einarsson. Sigurður Sigfússon.
(Fundarstjóri), (Ritari).
Rétt eftirrit vottar:
Asgeir Eggertsson.
(Formaður).
Skýrsla
til
Fiskifélags Islands
frá
Matth. Ólafssgni.
Á Fiskiþinginu 1919 var samþykt, að
erindreki Fiskifélagsins skyldi ferðast um
Suðurlöndin, Ítalíu og Spán, til að kynna
sér markaðshorfur þar.
Eg lagði því af stað í þessa för með
e/s Island 5. des. f. á. Eg hafði í hyggju
að fara í land í Englandi og komast
þaðan yfir Frakkland, annaðhvort til
Spánar eða Ítalíu. En er til Englands
kom varð eg þess vísari, að megnasta
ólag var á járnbrautarlestaganginum í
Frakklandi.
Eg réð því af, að halda áfram með
e/s Island til Kaupmannahafnar og leit-
ast við að kynna mér þar síldarsölu-
málið, sem þá var farið að verða all-
ískyggilegt. Eg kom til Ivaupmannahafn-
ar 20. des. f. á. og dvaldi þar til 27. jan.
þ. á. Meðan eg dvaldi í Höfn, reyndi eg
að kynna mér málið írá rótum. Er þetta
mál öllum svo kunnugt, að óþarfi er að
fara mörgum orðum um það. í stuttu
máli er saga málsins sú, að ílestir síld-
areigendur hér heima höfðu fengið all-
hátt boð í síldina þegar í fyrra sumar,
en að eins fáir þeirra seldu. Þessi háu
boð í síldina munu hafa verið bjrgð á
því, að markaður opnaðist fyrir síldina í
E)rstrasaltslöndunum, en um lok októ-
bermánaðar var þegar auðsætt, að þær
vonir mundu ekki rætast. Ófriðurinn
hélt áfram þar eystra og likindin fyrir
sölu þar minkuðu með hverjum degi.
Þeir sem höfðu gert tilboð, drógu sig í
hlé eða buðu afarlágt verð, sem seljend-
um þótti með öllu óaðgengilegt.
Væntu seljendur, lengi vel, að úr mundi
rætast, en því miður fengust engin við-
unanleg tilboð. Þeir útlendingar, sem
höfðu keypt síld héðan að heiman og
nú sáu fyrir, að þeir mundu bíða stór-
tjón við kaupin, leituðust við á ýmsan
hátt að losna við samninga og héldu því
fram, að sildin væri léleg vara og barst
þá sú saga um alt, að íslenzka síldin
yfirleitt væri slæm vara. Því miður var
þetta ekki ástæðulaust og er ilt til þess
að vita, að kaupendur megi eigi treysta
íslenzka síldarmatinu. Hins vegar má líta
á það, að þegar litil eða engin eftirspurn
er eftir einhverri vörutegund, þá verða
kaupendurnir altajafna vandfýsnari og
finna sér alt til að hraka vörum niður.
Eg átti tal við síldarkaupmenn, sem
kváðust taka síld frá nafngreindum ís-
lenzkum síldarsölum, þótt ekkert mats-
vottorð fylgdi henni, fram yfir síld frá
öðrum, hversu mörg matsvottorð, sem
henni fylgdi. Væri þessu eins farið með
fiskinn, værum vér Islendingar illa staddir.
Það verður því aldrei um of brýnt fyrir
öllum, sem hér eiga hlut að máli, að oss
er bein lífsnauðsyn að bæta síldarmatið;
að öðrum kosti megum vér búast við, að
vor síld eigi seljist, ef önnur síld er á
markaðinum, sem betra orð hefir á sér,
og væri slíkt illa farið, og það því frem-
ur, sem síldin í sjálfu sér er ágætisvara,
ef verkunin er í lagi.