Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.04.1920, Qupperneq 17

Ægir - 01.04.1920, Qupperneq 17
Æ GIR 49 við fengum lítinn tima til annars en að borða morgunverð. Annars ætlaði eg að nota þennan tíma til að skoða þennan gamla og fallega bæ og eigi hvað sízt þess vega fór eg með kveldlestinni. Eg gat samt séð það helzta í bænum áður en lestin kom. Berlinarlestin kom kl. 9 og stóð við sem svaraði l/2 klst. Var þá lagt af slað og haldið á, þvi nær viðstöðulaust til Basel, og komum við þangað af hall- andi nóni. Suður-Þýzkaland er eitthvert hið feg- ursta og bezt ræktaða land, sem eg hefi nokkru sinni séð. Lengstum liggur braut- in vestanfram með Schwartzwald og um Neckardalinn. Þegar til Basel kom byrjaði ógurlegt argaþras með vegabréfin og skoðun á farangri okkar. Fyrst athuguðu Þjóð- verjar vegabréf og farangur í norður- enda lögreglustöðvarinnar og siðan urð- um við að sýna Svisslendingum þetta hvortlveggja i suðurenda byggingarinnar. Tók þetta langan tíma og var því nær orðið fulldimt þegar skoðuninni var lok- ið. Voru Kaupmannahafnar stórmennin, sem voru i ferðamannahópnum orðin afarreið forstöðumanni ferðafélagsins hr. Rolf Mueller út af þessari töf, sögðu sem satt var, að félagið hefði lofað að engar slikar tafir eða tálmanir skyldi eiga sér stað, en nú værum við reknir eins og fénaður úr einum stað i annan og með okkur farið eins og við værum grun- samlegt fólk. Mueller reyndi að afsaka sig með því, að margt væri öðruvísi en sér hefði verið lofað af járnbrautarfé- laginu o. s. frv. Um kveldið át allur hópurinn saman á járnbrautarhótelinu í Basel og síðan dreifðist fólkið i ýmsar áttir með nætur- lestunum. Eg tók mér gistingu á Hótel Euler, sem er rétt við járnbrautarstöðina. Gistu þar að eins þrir, auk mín, af öll- um ferðamannahópnum og var Mueller einn þeirra, þvi hann beið eftir ferða- mannahóp, er átti að koma daginn eftir. í Basel dvaldi eg í tvo daga og fór þá með Genualestinni yfir St. Gotthard um Chiasso og Corno. í Corno var eg eina nóll og fram til hádegis daginn eftir. Lest sú, er eg fór með frá Corno gekk ekki lengra en til Milano. Þar beið eg eftir lest um 1 klst. og kom svo um kveldið sunnudaginn 1. febrúar og íór þá á gistihús, er nefndist Grand Hotel Bavaria og liggur við torg það, er nefn- ist Piazza Corvetto. I Kaupmannahöfn hafði eg fengið nöi'n og heimilisfang hinna dönsku ræðis- manna á Suðurlöndum, og var mér því kunnugt, að ræðismaður Dana í Genua bjó í gölu, er nefndisl Via Palestro. Eg spurðist fyrir um hvar sú gata væri og komst þá að því að hún var svo nálægt gistihúsinu að eigi var nema 5 minútna gangur heim til ræðismannsins. Þegar er skrifstofur opnuðust á mánudags- morguninn 2. febr. fór eg til ræðis- mannsinsins og hitti hann á skrifstofu hans. Ræðismaður þessi er Svíi og er háaldsaður maður, nafn hans er John Arfwedson. Eg bað hann sumpart um upplýsingar frá sjálfum honnm og sumpart um að benda mér á menn, sem gætu gefið mér upplýsingar um markaðshorfur i Genua og á Ítalíu yfirleitt. Hann benti mér sér- staklega á 4 fiskikaupmenn, er keypt hefði fisk frá íslandi. Eg hitti þessa menn, en þeir vísuðu mér til Consorzio per 1’ Importazione e la Distribuzione dei Merluzzi e Stoccofissi. Er viðtal mitt við forstöðumanninn, Sign. Gustavo Rag- noli, tekið upp i marzhefti Ægis og til eg ekki þörf á að endurtaka það hér.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.