Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1920, Síða 18

Ægir - 01.04.1920, Síða 18
50 ÆGIR Hinsvegar vil eg vekja athygli á þvi sem Sign. Ragnoli sagði um fiskikaup Ítalíu á þessu ári eða í nánustu framtið. Fari svo að ítalia kaupi annaðtveggja alls ekkert af islenzkum smáíiski eða Labradorstyle eða bjóði svo lágt verð fyrir þessar tegundir, að engri átt nái, þá veit eg ekki til, að markaður sé til annarsstaðar fyrir þessar fiskitegundir. Að vísu er allstór markaður fyrir La- bradorstyle á Spáni, en eigi þar að fást sæmilegt verð fyrir hann verður hann að vera flattur aftur úr, að eins skilinn eftir 1 þml. óflattur aftur við sporblök- una. Um þetta atriði visa eg til eftirfar- andi bréfs frá firmanu Berg, Wang & Swanholm í Barcelona. Eitt af þvi, sem Fiskifélagið hafði falið mér var, að leitast við að komast í sam- band við verksmiðjur, er búa til veiðar- færi og fá þær til að senda félaginu sýnishorn ásamt verði. Meðan eg var i Kaupmannahöfn ritaði eg þvi hr. Ragnar Lundborg í Stochhólmi, sem veiiir nú forstöðu verzlunarfélagi, er nefnist Sænsk- islenzka verzlunarfélagið og bað hann að fá sænskar verksmiðjur i þessari grein til að senda félaginu sýnishorn. Ritaði hr. Lundborg mér um þetta og hvaðst þegar hafa farið þessa á leit, og bjóst við, að það mundi hafa árangur. Hann hvaðst og þegar hafa sett sig í samband við Fiskifélag íslands, en þó mun ekkert af sýnishornum, úr þeirri átt, enn hafa borist félaginu. Mér var kunnugt um, að á Ítalíu eru veiðafæra- verksmiðjur og að vörur þeirra þykja sérlega góðar, enda er italskur hampur talinn með beztu hamptegundum. Eftir leiðbeiningu frá Arfwedson ræðismanni leitaði eg til tveggja verksmiðja, eða öllu heldur útsölustaða þeirra i Genua, því verksmiðjurnar eru ekki í Genua. Verk- smiðjur þeirra nefnast: Corderia Nazio- nale og á heima i Brescia, og Premiata Corderia a vapora og á heima í Borzoli. Eru eigendur hinnar siðarnefndu Gia- como Raggio & Figli. Báðar þessar verk- smiðjur lofuðu að senda sýnishorn til Fiskifélagsins, en kváðu, að öðru leyti, reksturinn vera i mesta ólagi, vegna verkfalla og skorts á efni, enda ómögu- legt að ákveða neitt verð, sem ábyggi- legt væri. Eg hafði ætlað mér að fara landveg til Spánar, en þá var látið svo illa af samgöngunum á þessu svæði, að eg réð af að fara heldur sjóveg, enda þótt það tæki lengri tima og væri talsvert dýrara. Eg tók mér svo far með skipi því, er Lazzaro nefnist, og er annað af tveim skipum, er félag eitt á Spáni hefir i förum milli Genua og Barcelona. En þegar eg kom til skips var búið að breyta svo til, að Lazzaro skyldi fyrst fara daginn eftir, en hitt skipið er nefnd- ist Capitan Renulta, skyldi fara í þess stað. Ferðin til Barcelona tók 32 klst. enda var veðrið svo gott, að eg hefi aldrei séð sléttari sjó á ævi minni. Til Barcelona kom eg að næturlagi og lenti þá um kveldið á fremur lélegu gislihúsi, ásamt svissneskum hjónum, er eg kyntist á sjóferðinni og Bæheims- manni einum, sem var erindreki verzl- unarfélags eins i Madrid. Morguninn eftir flutti eg á gistihús, er nefndist Hotel Ranzini og er við Pases de Colm, rétt að segja niður við höfn- ina. Þegar er eg hafði komið mér fyrir á gislihúsinu fór eg á fund danksa ræðis- mannsins hr. Enbergs. Hann býr i næstu gölu fyrir ofan og var eigi yfir 3—4 minútna gangur til hans frá gistihúsinu. Eg sýndi Enberg ræðismanni með- mælabréf það, er eg hafði frá islenzku

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.