Ægir - 01.04.1920, Page 23
ÆGIR
5d
Xennslubðk i Siglingajrxði
eftir Pál HallcLórsson
forstööumann Stýrimannaskólans í Reykjavík.
Samið að tiihlutun Fiskifélags íslands (til notk-
unar við kennslu undir skipstjórapróf á smá-
skipum).
Skipstjórapróíin eru 3 hér á landi. Fyrst
er það, er veitir réttindi til að vera skip-
stjóri á vöruflutningaskipum er fara milli
landa, svo er fiskiskipstjóraprófið og að
síðustu skipstjórapróf á smáskipum. Til
kennslu við smáskipapróf, hefir engin
bók verið til til þessa og varð kennsla
þar að mestu leyti með fyrirlestrum og
nemendur urðu að miklu, að leggja alt
á minnið og höfðu eftir námið enga
bók til að rifja upp það, er gleymast
kvnni. Fyrir löngu könnuðust menn við
hvað hér vantaði og Fiskiþingið 1919
tók þetta mál til alvarlegrar ihugunar
og fól stjórninni að annast um að slík
kennslubók yrði gefin út. Varð það úr
að skólastjóri Páll Halldórsson samdi
bókina en hr. bóksali Pétur Halldórsson
tók að sér útgáfuna og Fiskifélagið
greiddi Páli ritlaun. Bókin hefir að inni-
balda margt fleira en ákveðið er í lög-
um til þessa prófs og fjöldi dæma er í
bókinni. Hún er ágæt handbók á sjónum
tyrir alla yfirmenn skipa. Aftan við bók-
ina eru prentaðar almennar sjóferða-
reglur.
Kennsla sú er smáskipaformenn eiga
uú kost á, er bók þessi er komin út er
einnig trygging eigendum skipa og vá-
tryggingafélögum þeim, er ábyrgjast skip
°g farm. Það eru dýrir muiiir, sem skip-
stjórum er trúað fyrir nú á tímum, svo
ekki veitir af að þekkja það og vita,
sem krafist er á sjóferðum og að hafa
bók til að líta i þegar minnið ekki nær
lengra.
Reglugerð
um
peningaviðskifti við útlönd.
(Gefin út 26. apríl 1920)
Samkvæmt heimild í bráðabirgðalög-
um 15. april 1920, um viðauka við lög
8. marz 1920, um heimild fyrir lands-
stjórnina til að takmarka eða banna inn-
flutning á óþörfum varningi, eru hér
með sett eftirfarandi fyrirmæli um pen-
ingaviðskifti við útlönd.
1. gr.
Viðskiftanefnd, er skipuð var 11. marz.
þ. á., skal hafa eflirlit og ihlutunarrétt
um peningaviðskifti hérlendra banka,
félaga og einstakra manna við útlönd.
2. gr.
Hérlendum bönkum er skylt að leggja
undir úrskurð Viðskiftanefndar allar
greiðslur til útlanda svo og að láta henni
í té skýrslur þær og upplýsingar um
peningaviðskifti við útlönd, sem hún
kann að óska.
3. gr.
Einstökum mönnum og félögum, sem
selja vörur til útlanda, er skylt að láta
Viðskiftanefnd í té, er hún æskir þess,
skýrslur um hvernig andvirði varanna
er ráðstafað.
4. gr.
Stofnunum, félögum og einstökum
mönnum, sem ætla að senda peninga til
útlanda í póstávisunum, bréfum eða
bögglum, er skylt að láta hlutaðeigandi
póstafgreiðslum i té þær upplýsingar um
peningasendingar, sem Viðskiftanefnd
kann að óska. Viðskiftanefnd getur, ef