Ægir - 01.05.1925, Blaðsíða 5
ÆGIR.
MÁNAÐARRIT FISKIFJELAGS ÍSLANDS.
18. árg.
Reykjavik, Mai 1925.
Nr. 5.
Mannskaðar þeir hinir miklu, sem hin
siðustu ár liafa orðið hér við land, sýna
mönnum greinilega, að hér þarf á allri
varúð að halda þar sem sjór er stund-
aður á þeim tíma árs, sem allra veðra
er von.
Á siðasta aðalfundi Fiskifélagsins voru
hin miklu sjótjón og mannamissir til
umræðu og var nefnd kosin, til að reyna
að finna upp ráð til þess að afstýra sjó-
slysum í framtíðinni. Fiskimenn geta
með réttu sagt, hverju getur nefnd áork-
að, sem ræðir slíkt stórmál í hlýrri stofu,
veit lítið um vinnu okkar og strit en er
það þó fullljóst, að engin klukkustund
má falla úr hjá fiskimönnum, eigí þeir
að geta greitt kostnað við útgerðina og
haft eitthvað afgangs til viðurværis.
Fessi spurning er lauluétt en henni
má þó svara.
Nefndin hefir nú haldið nokkra fundi
og þar eð sumir hafa þá trú, að björg-
unarskip mundi koma hér að notum,
hata fyrirspurnir verið gerðar til útlanda
um björgunarskip og þeirra búnað og
hefir orðið til þess, að fyrverandi full-
trúi í dönsku flotamálastjórninni kom-
mandör Saxild, hefir lofað að aðstoða
nefndina í þeim atriðum, er varða björg-
unarfyrirtæki. Það mál hefir meðal helztu
þjóða Norðurálfunnar þótt svo mikils-
varðandi, að það hefir verið rætt á al-
þjóðafundum (Congress), og hefir Com-
mandör Saxild mætt fyrir hönd þjóðar
sinnar, í Hollandi, Belgíu, Frakklandi og
Englandi og þær sendiferðir sanna, að
hann hefir vit á málinu, þar eð aðrir
geta ekki komið til greina til slíkra sendi-
fara.
Annað, sem reynt verður að byggja
eitthvað á, er að rannsaka ástæður til
sjóslysa, ef verða mætti, að eitthvað yrði
tekið upp, sem abótavant hati verið og
það átt hlutdeild í slysi, verði auðið að
grafast fyrir það. Forstjóri Veðurathug-
anastofunnar hefir komið á fund uefnd-
arinnar, gefið sínar góðu skýringar um
ýms atriði, og er þar fús til að veita
sína aðsloð. Næstkomandi febrúar verð-
ur nefndin að leggja fram á Fiskiþingi
skýrslu um gerðir sinar og framkvæmd-
ir. Skýrslan verður til reiðu, það er
skrifslofuverk, en framkvæmdir verða
hjá nefndinni engar, þvi hvorki hefir
hún fé né annan stuðning lil þeirra og
er að eins ne/nd.
Eg vil nú leyf'a mér að fara nokkrum
orðum um þetta björgunarmál og bið
menn athuga það vel, að það verður
um miðjan Jebrúar 1926, sem ne/ndarálit-
ið verður lagt fram.
Róðrar hér syðra byrja um 4. janúar
ár hvert í Sandgerði. Fangað sækja bát-
ar úr öðrum héruðum, ekki fáir.
Laugardaginn 7. febrúar s. ]. fórst
móturbáturinn »Solveig« á Stafnesskerj-
um og druknuðu þar 6 menn. Þessi
bátur var á rangri leið og munu skip-