Ægir - 01.05.1925, Side 6
84
ÆGIR
verjar ekkert hafa séð, sem benti þeim
á hina réttu.
í fersku minni mun vera hið ógurlega
skipstrand er þýzki togarinn »Bayern«
sigldi upp í Hafnaberg, mölbrotnaði og
allir týndust. Eigi munu skipsmenn þar
hafa séð nokkuð er gæti bent þeim frá
að sigla i opinn dauðann.
Síðustu áratugi munu nú 13 skip og
bátar hafa farist á svæðinu, Útskálaskagi
að Reykjanesi, og sannanlegt mun, að
björgunarskip hefði ekki komið að not-
um við þau slys.
Aðrar þjóðir ræða björgunarmálin með
alvöru og af reynslu, tillögum funda
þeirra er framfylgt þannig, að þau verlc
eru framkvæmd, er þurfa þykja. En
hvernig er farið að hér?
Almenningi er það ljóst, að leiðaljós,
og það gott, vantar á svæðið milli Sand-
gerðis og Reykjaness og hefir verið það
í mörg ár. Eitt dæmi eða slys ætti að
vera nóg til þess að sýna, að þess þyrfti,
hvað þá 13. En hvað er gert í þá átt, að
koma í veg fyrir slys. Kosin nefnd eða
nefndir, sem framleggja tillögur, sem svo
fara niður í einhverja skúffuna og eru
úr sögunni jafnt og framkvæmdir þær,
sem nefndin bendir á, að nauðsynleg-
ar séu.
Er það sæmilegt, eftir þessi hroðaslys,
sem orðin eru, að draga eitt árið enn að
koma fyrir leiðarljósi, sem varar við að
sigla í opinn dauðann á þessu svæði?
Á að bíða þar til nefnd sú, er aðalfund-
ur Fiskifélagsins kaus, leggur fram plögg
sín á þeim tíma er menn hafa stundað
róðra í l1/2 mánuð 1926 í svarta skamm-
degi? Dettur mönnum i hug að nokkuð
breytist til batnaðar þótt nefnd sitji á
rökstólum, séu framkvæmdir á tiilögum
hennar engar, og að engu virtar. Rótt
þeim yrði sint og ein af þeim væri þessi,
þá geta druknanir og slys haldið áfram,
sé ekki brugðið við á þessu sumri og
Ijós sett á nefndu svæði, sem lýsir frá
vertíðarbyrjun 1926.
í sambandi við þetta leyfi eg mér að
fara nokkrum orðum um aðvörunar-
merki í veiðistöðum (Stormvarsler).
Við vitum það flestir hér sunnanlands,
að bátar úr öðrum fjórðungum landsins
stunda á vetrarvertíð veiðar frá Sand-
gerði. Á þessum bátum eru ef til vill
formenn, sem ekki hafa stundað þaðan
veiðar áður og eru þvi leiðum og far-
vatni ókunnir. Tökum alt með, sem hent
getur og hugsum okkur að formenn
væru ungir framgjarnir menn, eða þeir
hefðu litla von um formannsstöðu skyldi
þeim ganga illa að veiða. Hugsum okk-
ur ennfremur, að þeir keptust að kom-
ast fyrstir á sjó úr veiðístöðinni og vildu
fá orð á sig sem miklir sjósóknarar. Alt
þetta getur hent. Atvinnan er nú svo, að
hver verður að halda dauðahaldi i það,
«em hann hefir og þótt óhepni og fiski-
leysi elti, þá hafa formenn gert sitt er
segja má um þá, að þeir séu sjósóknar-
ar miklir, Á vetrum má heita, að ísland
sé i miðju hringstorma þeirra er æða
kringum það, og veldur það óstöðugri
veðráttu hér og snöggum stormum, sem
menn sjá ekki fyrir og geta ekki varað
sig á. Eru hér orðin svo mörg dæmin
og slysin, sem af því hafa hlotist, að
eilthvað verður að gera til þess að vekja
athygli manna á útliti, áður farið er
á sjó.
Veðurathuganastöðin er nú að komast
í gott lag, og hinn ötuli forstjóri henn-
ar hefir einlægan vilja til, að starf hans
komi sem flestum að liði og sú stétt,
sem aðlega hefir þörf á veðurskeytum
eru sjómennirnir. Þau verða æ fullkomn-
ari með reynslunni og þeim athugunum,
sem Veðurathuganastöðin gerir. Hún
sendir ávalt út rétt skeyti, en eins og