Ægir - 01.05.1925, Side 8
86
ÆGIR
foundlandsgrynninu (bönkunum). Merk-
ið S. 0. S. (neyðarmerki) náði mörgum
skipum. Var það sent frá japönsku
vöruflutningsskipi um 7000 ton að stærð
og var það að svökkva. Fyrsta skipið,
sem á vettvang kom var »Tuscania« eign
hvitustjörnu línunnar. Skip útbúið með
öllum hugsaulegum tækjum til björgun-
ar, hvort heldur skyldi nota árabáta,
mótor- eða gufubáta. Þegar »Tuscania«
bar að, lá japanska skipið á hliðinni og
sjór gekk yíir það; plata hafði sprungið
í hlið þess og dælur höfðu ekki haft
við, þá 36 tíma, sem liðnir voru frá því
platan sveik.
í tvo tíma lá »Tuscauia« við skipið
eins nálægt og auðið var, en sjór og
rok var svo, að bátum varð ekki komið
út; að leggja að hinu dæmda skipi, hefði
getað orðið til þess að sökkva »Tuscania«,
sem hafði mörg hundruð farþega auk
skipshafnar. Áður en skipið sökk kom
hið milda farþegaskip »Homeric« að og
gat ekkert aðhafst til að bjargja, frekara
en hitt. Skipshafnir og farþegar urðu að
eins sjónarvottar að, er japanska skipið
sökk með 38 mönnum. Þeir hurfu með
skipinu i hringiðu þá, sem varð er það
sökk og enginn sást koma upp og leit-
uðu skipin lengi að mönnum. Þella var
um dag (10—12 f. h.). Að reiða sig á
hjörgun frá björgunskipum á rúmsjó er
valt. Sé veður svo, að hátum verði ekki
komið út, má varla búast við, að óhætt
sé að leggja tveim skipum saman.
22. april tók sjórinn það skip, sem
hann ætlaði sér, þrátt fyrir hundruð
manna viðstaddra, sem höfðu ráð á öllu
því fullkomnasta og bezta, sem mann-
iegt hyggjuvit hefir til þessa fundið upp,
og smíðað hefir verið. Björgunarskipin i
það skifti voru 17 og 34 þúsund ton hvort
um sig.
Skip þau e.r sirandað hafa á svæðinu
frá Útskáiaskaga að Reykjanesi eru með-
al annara eítirfarandi:
1. »Hjálmar« (áður »Marie Funder«);
galeas, eigendur Pétur Sigurðsson í
Hrólfsskáia og Erl. Guðmundsson?
2. »Family« kútter; eig. Geir Zoéga,
kaupmaður.
3. »Ása« kútter, eig. H. P. Duus.
4. »Sigríður« eig. Th. Thorsteinsson.
5. »Egill« kútter, eig. Klemens Egilsson
í Yogum?
6. »Castor« kútter, gekk frá Brydes
verzlun.
7. »Kjartan« kútter frá Hafnarfirði.
8. »Guðrún Sofíía« kútter; frönsk, en
keypt á strandstaðnum af kaupm.
Geir heitnum Zoéga og þá skírð því
nafni er hún er nefnd hér.
9. »Ása« úr Hafnarfirði, mótorkútter.
10. »Guðrún« frá Isafirði; eigandi þá lík-
lega Jón Pálsson skipstjóri.
11. Mótorbátur úr Njarðvikum, nafn
óþekt. Bátur þessi strandaði nokkr-
um tímum seinna en »Guðrún« (Nr.
10) rétt fyrir olan hana, af þeirri á-
stæðu, samkvæmt sögn skipverja
bátsins, að á siglingaljósum »Guð-
rúnar« logaði og ályktuðu þeir, að
þar væri skip á terð og töldu sér
óhælt að vera grynnra af þvi, þar
sem þeir voru á litlu skipi. Pegar
svo báturinn kendi grunns gekk úr
honum botninn. Mennirnir gátu vað-
ið til lands, þar stórstreymsfjara var.
Hefði verið hásjávað, er talið víst,
að þeir hefðu allir farist.
12. »Sólveig« úr Hafnarfirði, ókunnugt
um eigendur.
Af meiri hluta þessara skipa, hefir
mannbjörg orðið, en sum þeirra hafa
farist með allri áhöfn.
Tökum til dæmis m./h. »Ása« frá Hafn-