Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1925, Blaðsíða 9

Ægir - 01.05.1925, Blaðsíða 9
ÆGIR 87 arfirði. Eftir því, sem kunnugir segia, þá mun hún hafa lent og staðið á skeri rétt fyrri sunnan lendinguna við Staf- nes; var það um kveld. Menn vita að skipverjar gerðu tilraun til að komast á land á fleka þannig útbúnum: Skipsbát- urinn var látinn út, stórbóman svo bundin langs eftir bátnum og brak úr þilfari notað einnig í þennan einkenni- lega fleka, síðan var lóðabelgjum hnýtt við flekann til þess að halda öllu á floti. Ætla má að þetta liafi verið gert sökum þess, að báturinn hafi verið það litill að óhugsandi var að treysta á hann. Endir- inn varð að allir druknuðu, en flekann rak á land á Stafnesi. Skipstjóri var Friðrik Benónýson frá Dýrafirði dugnað- armaður hinn mesti. Pað skeði 9. marz 1922 og telja kunnugir það víst, að Sól- veig, sem fórst hinn 7. febrúar i vetur, hafi rekist á hið sama sker. Fleira mætti telja upp, en þetta virð- ast nægar sannanir, og benda á, að hér er um hættusvæði að ræða, meira en menn alment halda. Þess skal getið, að skipin eru hér eigi talin i þeirri röð, sem þau hafa strandað eða farist. (Þau blöð höfuðstaðarins, sem láta sig björgnnarmálið varða, eru vinsamlega beðin að birta þessa grein). Reykjavjk 25. maí 1925. Sveinbjörn Egilson. V'aralúkur. í ofsaveðrinu 7.—8. febr. s. 1. tók út af einum togaranum, tvær lestarlúkur, sem þó til allrar hamingju náðust aftur. Fiskimenn sem úti í því veðri voru, geta bezt dæmt um hæltu þá, sem þeir eru í sé eigi auðið að loka lestaropum. Um þetta atriði verður ekki lagt út í langt mál, en að eins vænst að iogaraskip- sljórar taki það iil yfirvegunar, hvort ekki mœtti koma fyrir t. d. undir hvalbak, þremur lúkum, sem grípa mætti til, bæri svo undir að lúka eða lúkur flytu út og yrði ekki náð. Við Mr. Hellyer i Hafn- arfirði hefir verið minst á varalúkur. Englendingum mun aldrei hafa dottið þelta í hug, en góð von að Hellyer taki það upp, og ættu sem fleslir að gera það. 3 varalúkur munu vart kosta meira en 100 krónur, en gætu oroið til þess að bjarga skipi og skipshöfn. úr »A book for the hammock« by W. Clark Russel, London 1893. Margur gamall maður er svo, að hann álítur alt, sem unnið var í hans ung- dæmi, miklu betra, traustara og vand- aðra en nú, hvort heldur átt er við skipa- smíðar eða húsagerð. Eftirfarandi grein var rituð 1882, en ekki birt, og þau 11 ár er liðu, notaði höf- undur frístundir sinar sumar, til þess að bera saman það, sem hann hafði at- hugað og ætlaði ekki að birta það ef framfarir yrði á því, sem greinin hljóð- ar um. Þegar ekkert batnaði á þessum árum, birti hann athuganir sínar og hélt áfram rannsóknum sínum þar til árið 1893, þá birti hann greinina og mönnum brá, en þótt ilt sé afspurnar, þá er mörgu ábótavant all fram til þessa. Verður hér birtur kafli úr nefudri grein ; varðar hún alla, er skip kaupa, eiga og þá, er á skipum vinna og sýnir, hvers virði skipaskoðun og eftirlit með skipa- smíðurn er.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.