Ægir - 01.05.1925, Side 16
94
ÆGIR
í ofveðrinu hinn 7. febr. siðastliðinn
voru tveir litlir vélbátar (4 — 6 lesta) úr
Bolungavík við lóðir í Djúpmynninu.
Nokkru fyrir hádegi gerði svarta kafalds-
hrið og brast von bráðar á stórviðri.
Bátarnir héldu til lands inn eftir Djúpi
í særoki og kafaldshrið svo mikilli, að
aldrei sá út fyrir öldustokk. Klukkan 10
um kvöldið náði annar báturiun (for-
maður Bjarni Fannberg), landi í Grunna-
vík. Um það leyti Iétti hríðinni í bili.
Var þá hinn báturinn (forinaður Guð-
mundur Gíslason), kominn inn undir
Vigur. Sneri hann þegar til ísafjarðar og
náði þangað kl. 12 um nóttina. Má það
teljast vel gert, að halda bátum þessum
ofansjávar í 12 klukkustundir í jafn miklu
aftalcaveðri og bér var um að ræða, sýnir
það, að lengi má verjast grandi á smá-
um mótorbátum með góðri og nákvæmri
stjórn, og er vel þess vert, að þess sé
getið og eftir því munað.
Norska slysatryggingin.
Skýrsla norsku slysatryggingar sjó-
manna fyrir árið 1922, er nú komin út.
Af henni má sjá, að 88,773 sjómenn
haíi verið vátrygðir það ár. Af þeim,
stunduðu 70,008 menn veiðar á úthaf-
iuu, 15,314 menn innfjarðar, 312 menn
stunduðu aðrar veiðar, og 3,138 menn
höfðu atvinnu á smáskipum er fóru
með ströndum fram.
Slys á árinu urðu 198; af þeim koma
á úthafsfiskimenn 116; innfjarða urðu
þau 69 og 13 á smáskipunum. 106 menn
dóu og af þeim drukuðu 91. Slys urðu
á 102 mótorbátum, 92 bátum án mótors
og 4 á gufubátum. Utborganir fyrir slys
urðu alls 532,623 krónur; — af þeirri
upphæð koma 505,060 krónur á manna-
lát og eru það 4756 krónur fyrir hvert:
127,563 krónur fyrir örkuml, og svarar
það til, að svo nefnd lífrenta fyrir ör-
kuml sé 4115 krónur.
Hinn 1. april 1921 gengu ný slysa-
tryggingalög i gildi, og fyrir það ár er
skýrslan því að eins fyrir þrjá ársfjórð-
unga O/4-81/12). Slysatrygðir voru það
ár 91,083 menn. Slys urðu 145 og út-
borganir fyrir þau 544,523 krónur. Verð-
ur það 5074 luónur fyrir hvert manns-
lát og lífrenta 5484 krónur. Hinar
helztu breytingar laganna eru reglur fyrir
greiðslu. Eins og áður var, er öll hjúkr-
un sjúklinga vátryggingu óviðkomandi,
en í stað útborgunar til þess er slasast,
einu sinni fyrir alt, er nú greidd lífrenta,
sem fyrir alóvinnufæran mann (100°/o)
nemur 60°/» af árstekjum þess er slasað-
ist, sem að meðaltali eru reiknaðar 1200
krónur íyrir menn innan 60 ára að aldri
og 1000 krónur fyrir menn 60 ára og
eldri. Hin lægsta renta er greidd fyrir
slys, sem reiknuð eru (20%) og er lif-
renta þar, er kemur til útborgunar 12%,
og greiðsla byrjar þegar læknir hefir
grælt meiðsli og hættir að vitja þess er
fyrir áverka varð.
Hin nýju lög fyrirskipa að greiða 75
ltrónur upp i útfararkostnað. Frá dán-
ardægri er rentan greidd ekkju hins
látna og börnum, sem eru yngri en 15
ára, hvort heldur þau eru hjónabands-
börn eða eigi, en um það er nánara tekið
fram i lögunum.
Lífrenta ekkju á ávalt að vera 25°/« af
árstekjum þeim, sem lögin ákveða og
hvert barn fær 12' 2% af þeirri upphæð.
Þó má lifrenta til ekkju og barna sam-
anlögð, ekki fara fram úr 50% af áætl-
uðum árstekjum manns er áverka fékk.
Séu börnin fleiri en tvö lækkar lifrenta
barnanna.
Iðgjöldin verða að vera svo mikil að