Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1926, Síða 5

Ægir - 01.05.1926, Síða 5
ÆGIR. MÁNAÐARRIT FISKIFJELAGS ÍSLANDS. 19. árg. Reykjavik, Mai 1926. Nr. 5. Vetrarvertið á Suðurlandi 1926. Vertíðin sem nú er að enda má frekar teljast góð og hagstæð á Suðurlandi hvað veðráttu og aiia snertir. I Sandgerði byrjaði vertíðin strax 2. janúar eins og vant er, bæði af bátum frá Faxaflóa og sömuleiðis flestum stærri bátum af Vesturlandi, þó komu margir þeirra nokkru seinna. Strax i byrjun ver- tiðar var fiskur komin á vanaleg lóða- mið og tíðin mátti teljast frekar hag- stæð, enda hafa róðrardagar verið ó- venjnmargir yfir vertíðina og hefir því útgerðarkostnaðurinn verið mikill, bæði hvað olíu og beitu snertir. Mestan hluta vertíðarinnar gengu 19 netabátar frá Sandgerði, auk þess héldu þar til nokkrir stærri bátar frá Akranesi að nokkru leyti, en söltuðu afla sinn um borð og lögðu bann upp annaðhvort í Reykjavík eða Akranesi. Afli þeirra báta er því ekki talinn með Sandgerðisafla heldur þar, sem fiskurinn er lagður á land. Alls hefir vertiðaraflinn i Sandgerði verið 4894 skpd. á mófi 3000 skpd. á sama tíma í fyrra. Frá Iveflavík hafa gengið 16 mótorbát- ar og auk þess um tíma nokkrir ára- bátar, en bátarnir þaðan eru flestir nokk- uð stærri en Sandgerðisbálarnir, enda er aflinn á þeim nokkuð bærri en hjá hin- um. Auk þess fiskuðu árabátarnir þaðan vel um tíma í þorskanet, þar á grunn- miðum. Vertíðaraflinn í Iveflavík er 6160 skpd. á móti 5300 í fyrra. Frá Akranesi hefir fiskast vel á ver- tíðinni, bæði á báta þá, sem stunduðu veiðar þaðan að heiman og eins frá Sand- gerði, enda var töluverð fiskigengd um tima á innmiðum í Faxabugt. Auk þess sem saltað var af fiski á Akranesi og talið er með í skýrslum, var mikið selt nýtt þaðan eftir hendinni, bæði til Rvik- ur og Borgarfjarðar. Vertíðaraflinn á Akranesi var 2661 skpd. á móti 1502 í fyrra. Aftur á móti hefir vertiðin orðið fölu- vert rýrari en í fyrra í öllum veiðstöðv- unum á sunnanverðum Reykjanesskag- anum, og hafa brim dregið mikið úr sjósókn manna í þeim veiðistöðvum, enda hafa suðlægir vindar verið aðal- vindáttin á vertíðinni, t. d. hafa ekki aflast nema 129 skpd. í Höfnum á sex opin skip, sem þaðan gengu, og eru þó þrjú af þeim áttæringar. Sömuleíðis hefi- ir aflinn algerlega brugðist í ár i jafn- aflasælli veiðistöð og i Garðinum. — 1 Grindavík er alt að því meðalvertíð, en tæplega það á Stokkseyri og Eyrarbakka. Til Vestmannaeyja gekk netafiskur ó- venjulega seint, og var veðrátta þar óhag- stæð allan fyrri hluta vetrarvertíðar, en seinni parturinn var allgóður, og verður vertíðin þar í góðu meðallagi. Á Sandi og í ólafsvík hefir verið á-

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.