Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.05.1926, Qupperneq 18

Ægir - 01.05.1926, Qupperneq 18
8(5 Æ G I R Hvalveiðar við Suður-Shetland, Hvalveiðar eru um það að hælta og siðustu frjettir skýra frá, að tengist hafi 296,000 föt af hvalslýsi. Af þeim feng eiga Norðmenn 209,900 föt. í fj'rra fengu þeir 182,215 föt. Veiðarnar hættu hinn 4. maí og voru stundaðar tveim dögum lengur en nokkurn tima áður, þar sem aldrei hefir verið veitt lengur en til 2. maí Afli hinna einstöku útgerðarfélaga skift- ist þannig: í ár í fyrra H/f. »S)rdhavel« . 24,500 föt 22,000 föt — »Hvalen« 25,700 - 19,500 — — »Hektor«. . 41,500 — 34,200 — — »Örn 11« . . 24,000 — 19,468 - — »Falk« . . 21,300 - 18,620 — — »Odd« . . 25,800 — 26,800 — — »Laboremus« 23,600 — 20,200 — — »Norge« . . 23,500 - 21,427 — Samt. 209,900 föt 182,215 föt Hvallýsi, sem hin norsku félög hafa fengið við Suður-Shetland 5 síðustu árin eru: 1926 ... ... 209,900 föt 1925 ... ... 182,215 — 1924 ... ... 124,783 — 1923 ... ... 187,187 — 1922 ... ... 184,740 — Norsku félögin hafa haldið úli i ár 8 fljótandi bræðslustöðvum og 26 hvala- bátum og var það eins í fyrra. Frá öðrum löndum var haldið úti 3 fljótandi bræðslustöðvum og 9 hvalabát- um. Hvallýsi það, sem þær fengu sam- tals, varð 86,000 föt og er þá alt það lýsi sem fékst við Suður-Shetland samtals 296,000 föt þetta ár. Útbúnaður til hvalveiða hefir aldrei verið jafngóður og síðasta úthald. Nú er verið að útbúa nýja bræðslu- stöð, sem á að vera fullgjör samkvæmt samningi hinn 2. ágúst þ. á. Er það 17,500 lesta gufuskip, sem heitir »C. A. Larsen«. Er það eign félags þess, sem »Rosshavet« nel'nist. Úað er 547 fet á lengd, 66 fel og 2 þuml. á breidd og 29 fet 9Vs þuml, djúpt. Hraði þess eru 10 sjómílur á klukkustund, og er það þann- ig útbúið, að draga má hvalina á þilfar þess og gera þá til þar. Þrátt fyrir hinn mikla afla i ár, gizka menn á, að verðmæti hans í peningum verði 3—4 miljónum kr. minna en í fyrra, sem stafar af, að gengi sterlings- pundsins hefir lækkað og af lægra verði á hvallýsi. (Fiskeren). Suóur-Shetland cr á 62°—64° suður breiddar og í byrjun maí er par vetur byrjaöur. Skýrsla yflr flgkafla í Hatnalireppi vetrar- vertíðina 1926. Frá 2. febrúar til 11. mai 1926 varð aflinn: 91 skpd. þorskur, 28 skpd. smá- fiskur og 9Va skpd. ýsa. Eg hefi ekki getað fundið ástæður til að vera að senda aflaský^rslur héðan úr Hafnahreppi fyrir hverja viku, þar sem að kalla má að aldrei fengist til soðs alla vertíðina. Og er mér óhætt að full- yrða, að önnur eins ördéyðu-vertíð hefir aldrei komið hér áður, siðan Hafnahrepp- ur b)7gðist og farið var að stunda hér sjóróðra. Héðan gengu 5 skip lil fiskiveiða á þessari vetrarvertið, þrír áttæringar, eitt sexmannafar og eitt fjögramannafar, en afli samtals á öll skipin, eins og skýrsl- an sýnir 128V3 skpd., sem skiftist í 52 staði (hluti). Meðalþyngd á hvern hlut verðar þvi 2 skpd. 176 pund, en kaup-

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.