Ægir

Årgang

Ægir - 01.05.1926, Side 19

Ægir - 01.05.1926, Side 19
Æ G I R 87 gjald á hvern háseta til jafnaðar 375 kr. þar við bætist svo fæði, beitusild, neta- slit m. m., sem mun verða sem næst 325 kr. á hlutinn, eða sem næst 700 kr. á hlutinn, en meðalafli í krónum, eítir því sem nú horfir við með fiskverð 195 kr. að frádregnu salti og- verkun (nettó), hreint tap á hlutnum kr. 505,00x52= kr. 26,260,00, sem verður hreint tap á hreppsbúa yfir vetrartíðina. Hreppstjórinn i Hafnahr., 12. maí 1926. Ól. Ketilsson. Til Fiskifélags lslands, Reykjavik. Símskeyti frá fiskifnlltrúanum á Spáni. Barcelona1/^. Birgðir kringum 1300 tons. Verð óbreytt. Sala dauf. Bilbao: Birgðir síðustu vikulok 2500 tons. Verð: íslenskur 70—89 pts., norskur 75—90 pts., enskur 80—85 pts. Litur enn út fyrir lækkun. Barcelona 7/s. Birgðir um 1100 tons, verðið óbreytt. Sala dauf. Bilbao: Birgðir taldar 2200 tons, sum- ir giska á talsvert minna. Verð 65—85 pts. Búist við að verð lækki. Barcelona 14/*. Birgðir um 1900 lons. Verð hæst 83—84 pts„ sala í meðallagi undanfarið. Bilbao: Birgðir taldar kringum 2000 tons. Verð óbreytt. Horfur enn versnandi. Barcelona 2%. Birgðir kringum 1700 tons. Verð óbreytt, sala sæmilega greið. Bilbao: Birgðir kringum 1700 tons. — Verð 60—83 pts., horfur óbreyttar. Mótornámskeið á Eskifírði, Að tilhlutun hr. Hermanns Porsteins- sonar Sðf. erindreka Fiskifélags íslands, voru í síðastliðnum októbermánuði gjörðar ráðstafanir til þess, að halda námskeið í mólorfræði hjer á Austfjörðum. Var í fyrstu ætlast til þess, að það yröi á Norðfirði, en með því að undirritaður, ekki átti kost á að yfirgefa vetkstæði silt, hér á Eski- firði fyrir svo langan tima, var það að síðustu ákveðið, að halda námskeiðið á Eskifirði. Skyldi það standa yfir, desember og jan- úarmánuði. 15 nemendur gáfu sig fram, en af 2, sem tilkynt var, að kæmu frá Norðfirði kom einungis annar, og varð að sætta sig við 14, þar eð menn voru þá komnir á námskeiðið frá fjarliggjandi stöð- um. Námskeiðið hófst 3 desember, í barna- skólanum á Eskifirði þar, sem fengist hafði á leigu ein skólastofa, fyrir munn- legu kensluna. Kenslufyrirkomulag í munnlegri mótor- fræði voru fyrirlestrar, sem nemendur skrifuðu upp jafnóðum og þeir voru haldn- ir, lærðu svo undir næsta tíma til úrlausn- ar. Einnig gerðu nemendur íslenzku stíla sina, um mótora, lýsingar á vélbátum, vinnufyrirkomulag o. fl., sem að vélbátum lýtur. Verklega kenslan fór fram á vélaverk- stæðinu hér á Eskifirði, og við frystihús- mótor Sameinuðu íslenzku Verslana, einn- ig i mótorbátum, sem til viðgerðar voru hjá verkstæðinu. Prófið var haldið 8—10 febrúar 1926. Prófdóm. voru Simon Jónasson Eskif. og Brynjólfur Einarsson Eskif. Próf tóku 12. Eskifirði 13. marz 1926.. Friðbjörn Hólm.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.