Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.12.1927, Qupperneq 6

Ægir - 01.12.1927, Qupperneq 6
réðist til þess, þótt ekki væri árennilegt að taka við af ágætuin ritstjóra, er ég var öllu því óvanur, er útheimtist til að halda á réttri og byrjaðri leið. Matthías gaf mér ýmsar reglur og eink- um lagði hann áherslu á að hafa aldrei langar greinar í ritinu. Næsta spor mitt, var að fara á fund Tryggva heitins Gunnarssonar, sem var í stjórn félagsins. Spurði ég hann, hvort engin ritnefnd mundi athuga það, sem prentað yrði í ,,Ægi“ og' kvað hann nei við. Sagðist hann mundi tala við mig rækilega, færi ég' út fyrir ákveðna stefnu ritsins og pólitík vildi hann þar ekki sjá, og gladd- ist ég mjög af, því þar var ég úti á þekju. Síðan kom bekkjarbróðir minn, Þorsteinn heitinn Erlingsson skáld, til skjalanna og bauð mér ótilkvaddur að lesa yfir próf- arkir, því Ægir væri svo gott rit, að ég mætti ekki skemrna það með málvillum og' fleiru. Er ég honum þakklátur fyrir mörg góð ráð og' hvatningar; las hann prófarkir af 2. og 3. tbl. 1914, en þá taldi hann mig slarkfæran, þó ekki meir. Ýmsir góðir menn hafa með ritgerðum og fleiru, styrkt útgáfu Ægis og má þar einkum nefna fræðimanninn, Bjarna Sæ- mundsson, sem árlega hefir fært honum ritgerðir og annan fróðleik. Þetta tölu- hlað er hið síðasta hins tuttugasta ár- g'angs og þökkum við tveir ritstjórar ,,Ægis“ þessi árin, lesendum hans, alla velvild, er þeir hafa sýnt okkur og sam- úð þá, sem við hvervetna höfum orðið varir við. Reykjavík 11. des. 1927. Svbj. Egilson. Rannsóknir á „Dönu“ hér við land síðastliðið sumar. „Dana“ varð siðbúnari hingað nokkuð en til stóð í suinar og kom því ekki hing- að til lands (frá Færeyjum) fyrri en (i. júlí; hún kom undir Mýrdal og byrjaði þar rannsóknir sinar, hjelt svo austur og' norður fyrir land og svo áfrain alla leið til Reykjavíkur. Þang'að kom hún 18. júlí. Á þessari hringferð voru gerðar all- ar hinar vanalegu rannsóknir: leitað að örsmáum svifverum með silkiháfum, svífandi fiskaseiðum með hinum stóru sílaháfum, leitað að vöxnum fiski ineð botnvörpu og lóð, botnrannsóknir (Boni- tering) og sjórannsóknir á ýmsu dýpi, frá yfirborði og' niður að botni á nær 800 metra dýpi. Út af Mýrdalnum var mikið af svif- seiðum, gull-lax, karfa og' ísalaxsildar, en fátt af öðrum (komin liurtu eða í hotn); í botnvörpu á 20—60 m. dýpi fekst mik- ið af ýsu, lýsu, skarkola, háfi og urmull af sandkola, en flest ungur fiskur, og líkt var það við Ingólfshöfða, á 20—60 m. dýpi. Þar var mergð af skarkola og merktir 250 af þeim, bæði innan og utan landhelgislinunnar, en svo var þar og töluvert af þyrsklingi, stútungi og þorski utan við línuna. í Lónsvík fekst tölu- vert af þyrsklingi í vörpuna á 40 m. og' að öðru leyti likur afli og' við Ingólfs- höfða. Þegar kom austur fyrir Lónsvík fekst urmull af svífandi loðnuseiðum, alla leið að Gjögurtá, stundum yfir 1 þús. í drætti. Eftir beiðni minni var Hvals- baksbanki og' Halinn athugaður in. t. t. hita, strauma og' sviflífs. — í Seyðisfirði fékst mikið af þyrsklingi í álavörpuna og í Héraðsflóa (30—40 m.) mergð af honum og skrápflúru og sandkola, og

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.